Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5.5.2025 19:43
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir óvissu ríkja í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs eftir að Bandaríkjaforseti boðaði hundrað prósenta tolla á kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna. Hann hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum á eigin verkefni sem og íslenskan kvikmyndaiðnað í heild en að áætlanir forsetans komi fyrst og fremst til með að bitna á Bandaríkjamönnum sjálfum. 5.5.2025 18:35
Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Óviðræðuhæfur einstaklingur í mjög annarlegu ástandi rambaði inn á lögreglustöðina á Hlemmi í dag. Hann var um leið handtekinn og vistaður í fangaklefa. 5.5.2025 17:06
Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Kári Stefánsson, stofnandi og fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir aðferð móðurfyrirtækisins Amgen við starfslok sín virðast við fyrstu sýn markast af fantaskap. Gróusaga um að hann hygðist standa í vegi fyrir fullri sameiningu Amgen og Íslenskrar erfðagreiningar hafi hins vegar verið meginorsök skyndilegrar brottfarar sinnar. 5.5.2025 16:10
Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. 5.5.2025 15:21
Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Einum svokallaðra páfabíla Frans páfa heitins verður breytt í færanlega heilsugæslu fyrir börn á hinu stríðshrjáða Gasasvæði. Bílinn notaði páfinn meðal annars á ferðalagi sínu til Betlehem árið 2014. 5.5.2025 13:35
Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Lögreglan í Ríó de Janeiró segist hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði á stórtónleikum Lady Gaga á Copacabana-strönd í gær. 4.5.2025 16:45
Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Sílesk-bandaríski stórleikarinn Pedro Pascal er staddur í Reykjavík. 4.5.2025 16:15
Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. 4.5.2025 15:59
Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Núna um helgina fór fram hátíðin EVE Fanfest í sautjánda skiptið og var hún vel sótt. Hátt í þrjú þúsund manns sóttu fjölmarga dagskrárliði hátíðarinnar en hún hefur verið haldin árlega, með undantekningum sökum heimsfaraldurs, frá árinu 2004. 4.5.2025 14:07