Ölvaðir í miðbænum ekki til mikilla vandræða Svo virðist sem djammið í miðbænum í nótt hafi gengið nokkuð eðlilega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðlilegt. Afskipti lögreglu af fólki í bænum í nótt virðast nefnilega hafa verið lítil sem engin. 26.6.2021 08:09
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26.6.2021 07:24
Sprengjudeild sérsveitar kölluð út í Bríetartún Sprengjudeild sérsveitarinnar var kölluð út að vinnusvæði í Bríetartúni í kvöld. 24.6.2021 23:49
Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24.6.2021 23:37
Hrikalegt áfall að missa pabba sinn Björgvin Franz Gíslason segir að fólk verði að leita sér hjálpar til að vinna úr sorginni eftir missi ástvina. Hann segir það hafa verið hrikalegt áfall að missa föður sinn Gísla Rúnar Jónsson, sem svipti sig lífi síðasta sumar. 24.6.2021 22:18
Allir geta nú bókað bólusetningu með Janssen Allir sem ekki hafa verið bólusettir geta nú bókað bólusetningu með Janssen bóluefninu inni á netspjalli heilsuveru.is. 24.6.2021 21:14
Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. 24.6.2021 20:01
Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar. 24.6.2021 18:37
Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23.6.2021 23:33
Icelandair segist ekki eiga persónugreinanlegar upptökur úr vélum sínum Persónuvernd hefur áminnt Icelandair fyrir að hafa tekið of langan tíma í að afgreiða beiðni einstaklinga um aðgang að öllum gögnum fyrirtækisins sem kynnu að geyma persónuupplýsingar um þá. 23.6.2021 23:17