Hefur loks náð endanlegum sættum við íslenska fræðasamfélagið Fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth var gerður að heiðursdoktor við Háskóla Ísland í dag. Hann segist þakklátur fyrir að íslenska fræðasamfélagið hafi tekið sig í sátt og sér eftir að hafa stutt rangan málstað í einu mesta deilumáli síðustu aldar. 23.9.2021 20:01
Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum. 23.9.2021 11:51
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22.9.2021 11:35
Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21.9.2021 21:16
Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21.9.2021 20:37
Fengu ekki að syrgja eðlilega því dánarbúið var í höndum ókunnugs manns Fjölskyldu manns sem missti móður sína úr krabbameini þykir stórfurðulegt að Landsréttur hafi litið fram hjá hinsta vilja hennar í erfðaskrá. Eignir konunnar sátu eftir í höndum nýs eiginmanns sem losaði sig við ýmsa muni hennar án þess að láta fjölskylduna vita. Hæstiréttur hefur nú dæmt syninum í vil og verður dánarbúi hennar skipt á milli þeirra. 21.9.2021 20:00
Flestir fatlaðir geti búist við að vera beittir ofbeldi á lífsleiðinni Flestir fatlaðir geta búist við að vera beittir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni að sögn baráttukonu í málaflokknum. Tilkynningum um ofbeldisbrot gegn fötluðum fjölgar mjög á milli ára. 19.9.2021 22:00
Fékk íslenska einangrun í fimmtugsafmælisgjöf Bandarískur embættismaður frá Flórída eyddi fimmtugsafmælisferð sinni til Íslands á farsóttarhóteli. Hann segir dvölina hafa verið erfiða, einkum vegna matarins og að sér hafi liðið eins og heimilisketti á hótelinu. 19.9.2021 20:20
Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. 19.9.2021 12:32
Greindur með kvíðakast og sendur heim en reyndist vera með blóðtappa eftir Covid Foreldrar fjórtán ára drengs, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum eftir Covid-19 smit, eru fegnir að ekki fór verr. Þegar þeir leituðu með hann til heilsugæslunnar var drengurinn greindur með kvíðakast og sendur aftur heim. 18.9.2021 18:49
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent