Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2021 11:35 Fréttastofa ræddi við Ratcliffe sem var kominn til landsins til að sitja málþing á vegum verkefnis síns um villta laxastofninn. vísir/sigurjón Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe. Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe.
Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira