Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2021 11:35 Fréttastofa ræddi við Ratcliffe sem var kominn til landsins til að sitja málþing á vegum verkefnis síns um villta laxastofninn. vísir/sigurjón Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe. Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe.
Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira