Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Það var mikið um dýrðir í Grósku síðastliðinn fimmtudag þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að dagurinn hafi hafist á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði. 11.11.2024 09:30
Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Um fimm hundruð manns fögnuðu útkomu ævisögu Geirs H. Haarde í anddyri Háskólabíós á dögunum. Ljóst er að mikill áhugi er á bókinni en hún rauk beint í efsta sætið á metsölulistanum í Eymundsson. 8.11.2024 14:01
Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og Rob Holding varnarmaður Crystal Palace eru að stinga saman nefjum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Úr gæti orðið sannkallað ofurfótboltapar. 8.11.2024 13:02
Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi Sósíalistaflokksins segist spennt að kynnast nokkrum þingmönnum fari svo að hún komist á þing. Hún segir að líklega væri best að bjóða einum þingmanni úr öllum flokkum í sumarbústaðarferð. 8.11.2024 06:25
Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Margrét Arnar harmonikkuspilari með meiru hefur sett af stað söfnun svo hún geti keypt sér harmonikku sem hún fann eftir rúmlega tíu ára leit í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi á Ítalíu í fyrra. Margrét hefur spilað á harmonikku síðan hún var sjö ára og segir hljóðfærið algjörlega einstakt. 7.11.2024 16:02
Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins efna til kosningafundar með formönnum flokka í dag klukkan 12:00. Þar verður ljósi varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og áherslur ólíkra flokka. Fundurinn er í beinni á Vísi en yfirskrift hans er: SOS - Höldum okkur við aðalatriðin. 7.11.2024 11:30
Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Brynjar Úlfur Morthens mun fara með hlutverk föður síns Bubba Morthens í nýrri leikinni þáttaröð sem ber heitið „Morthens.“ Þáttaröðin byggir á lífi og upphafi ferils tónlistarmannsins sem allir Íslendingar þekkja. 7.11.2024 10:53
Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir mörg dæmi þess að fólk í atvinnuleit fái engin svör við umsóknum sínum. Sérfræðingurinn biðlar til atvinnurekenda um að svara, stór hluti atvinnuleitenda greini nú frá því að atvinnuleitin sé orðin þeim ansi þungbær. 6.11.2024 14:05
Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. 6.11.2024 09:43
Versti óttinn að raungerast Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segist hafa mjög takmarkað þol fyrir sterkum mat. Hún segist hinsvegar elska að stíga stundum út fyrir þægindarammann og skellir sér líka í störukeppni á meðan hún smakkar sterkustu sósuna. 6.11.2024 07:01