Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Hryllingurinn sveif yfir vötnum á hrekkjavökupartýinu Skuggamessunni á Ölveri um helgina. Metnaðurinn sem lagður var í búninga var mikill og fræga fólkið lét sig ekki vanta. 5.11.2024 15:02
Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjónvarpsstjarnan Soffa Dögg Garðarsdóttir sem oftast er kennd við Skreytum hús hvetur fólk til þess að huga að því fyrr en ella að henda dóti í þeirra eigu þegar það kemst á miðjan aldur til þess að auðvelda afkomendum þeirra lífið þegar það fellur frá. Þetta hefur öðlast miklar vinsældir í Svíþjóð og er kallað sænska dauðahreinsunin. 5.11.2024 14:02
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5.11.2024 09:52
Segist aldrei myndu deita Depp Camille Vasquez lögmaður Hollywood stjörnunnar Johnny Depp segir að hún myndi aldrei deita leikarann. Tilefnið er þrálátur orðrómur þess efnis að þau séu nú að stinga nefjum saman. 4.11.2024 17:02
Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Ben Affleck hrósaði fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Lopez í hástert í viðtali um væntanlega kvikmynd þeirra Unstoppable. Þar fer Lopez með hlutverk og Affleck er framleiðandi. 4.11.2024 16:01
Meirihluti er haldinn loddaralíðan Markþjálfi segir að rannsóknir sýni að mikill meirihluti fólks sé haldinn svokallaðri loddaralíðan. Konur og minnihlutahópar eru þar í miklum meirihluta en sé ekkert að gert geti það verið ávísun á kvíða, þunglyndi og að viðkomandi dragi sig til baka. 4.11.2024 13:01
Tapaði miklum peningum í vínbransanum Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, segist hafa tapað miklum peningum með því að taka sér hlé frá uppistandi og hefja rekstur vínbars við Hverfsigötu. Lærdómurinn hafi verið mikilvægur. 4.11.2024 10:40
Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Fyrrverandi Playboy fyrirsætan Rachel Kennedy segir að tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hafi neytt hana til að horfa síendurtekið á tónlistarmyndbönd með tónlistarkonunni Jennifer Lopez í einu af alræmdum partýum hans árið 2000. Þar var reyndar enginn utan hans sjálfs. 1.11.2024 16:00
Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun „Eyeliner. Það er eitthvað sem langflestir eru hræddir við þegar það kemur að förðun,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María sem kennir í nýjasta þætti Fagurfræða tvær einfaldar leiðir til þess að ná fram hinum fullkomna eyeliner, annars vegar vængjaðan eyeliner og kremaðan. 1.11.2024 15:02
Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Strákarnir í IceGuys komast í hann krappann í annarri seríu í samnefndum þáttum þegar þeir eru dæmdir til samfélagsþjónustu eftir dularfullt hvarfs Arons Can. Fyrsta stiklan úr seríunni er frumsýnd á Vísi. 1.11.2024 14:00