Danir taka ekki við Teslum á leið til Svíþjóðar Danskir hafnarverkamenn hafa ákveðið að styðja verkalýðsfélög í Svíþjóð í deilu þeirra gegn rafbílaframleiðandanum Tesla og munu ekki taka við Teslum sem til stendur að flytja inn til Svíþjóðar. 5.12.2023 07:51
Hvessir og þykknar upp syðst í kvöld Spáð er austangolu eða blástri í dag og víða léttskýjað, en skýjað með dálitlum éljum norðvestantil fram til hádegis, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 5.12.2023 07:23
Náðist ekki að láta vita af Grindvíkingum í eitt skipti Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis. 5.12.2023 06:17
Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. 4.12.2023 11:09
Þriðja hópuppsögnin á árinu hjá Spotify Forsvarsmenn sænsku tónlistarveitunnar Spotify ætla að fækka starfsfólki sínu um sautján prósent. Daniel Ek, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti starfsfólki þetta í morgun. Það gera um 1500 starfsmanna. 4.12.2023 08:13
Danir vilja frekar versla „túrbó kjúkling“ Danskir neytendur versla frekar svokallaðan „túrbó kjúkling“ sem ræktaður hefur verið til þess að vaxa hratt, frekar en venjulegan kjúkling sem hefur það betra. Ástæðan er hækkandi verðlag sökum verðbólgu og stríðsins í Úkraínu. 4.12.2023 07:51
Suðaustan strekkingur við suðvesturströndina Suðaustan strekkingur verður við suðvesturströndina í dag og slydda eða snjókoma með köflum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 4.12.2023 07:20
Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar. 3.12.2023 16:03
Öngþveiti þegar nýjar snyrtivörur fóru í sölu í Krónunni Uppi varð fótur og fit í verslun Krónunnar í Lindum í Kópavogi síðastliðinn föstudag þegar snyrtivörur frá e.l.f. Cosmetics fóru í sölu í versluninni í fyrsta sinn. Starfsfólk hafði ekki undan við að taka upp úr kössum, svo æstir voru viðskiptavinir í vörurnar. 3.12.2023 14:51
Oddur ættfræðingur er látinn Oddur F. Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, er látinn, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf. 3.12.2023 13:22