Víða verður blint í snjókomu sunnan-og vestanlands Erfið akstursskilyrði verða og víða blint í snjókomu og skafrenningi sunnan-og vestanlands í nótt og í fyrramálið. Líklega verður þungfært vestast á Reykjanesi. Gul viðvörun er í gildi í nótt. 17.1.2024 21:47
Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rapyd Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. 17.1.2024 21:34
Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17.1.2024 20:32
Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðarsátt Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja. 17.1.2024 18:47
NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17.1.2024 18:13
„Ég vona að þessir strákar fái extra knús“ Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta. 16.1.2024 23:12
Samkomulag í höfn um aukna mannúðaraðstoð á Gasa Ísrael og Hamas hafa náð samkomulagi um aukið innflæði hjálpargagna til Gasa. Þetta segja katörsk yfirvöld sem hýst hafa viðræðurnar auk Frakka. 16.1.2024 22:38
Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. 16.1.2024 21:27
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16.1.2024 19:42
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16.1.2024 19:03