Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindvíkingar komu saman á íbúafundi í Laugardalshöll síðdegis í dag þar sem vísindamenn, almannavarnir og ráðherrar fóru yfir stöðu mála. Við verðum í beinni frá fundinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir málin sem brenna á fólki. 16.1.2024 18:20
„Ég hef engan hag af því að ávísa þessum lyfjum“ Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur. 16.1.2024 14:45
Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16.1.2024 00:23
„Leiðinlegasti maður Íslandssögunnar“ unir sér vel Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur, segist ánægður með að hafa verið uppnefndur leiðinlegasti maður Íslandssögunnar í kjölfar þess að hafa kært eigin áfengiskaup til lögreglu. 15.1.2024 21:48
Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. 15.1.2024 09:00
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12.1.2024 18:42
Breytt hættumatskort vegna sprungna í Grindavík Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Það er að mestu óbreytt en hefur þó verið breytt að hluta vegna sprungna undir Grindavík. 12.1.2024 16:46
Hækkar vexti verðtryggðra lána Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum inn-og útlána. Breytingarnar taka gildi þriðjudaginn 16. janúar. 12.1.2024 15:49
Rennsli úr Grímsvötnum enn að aukast Vatnsmagn í Gígjukvísl úr Grímsvötnum hefur aukist jafnt og þétt á síðustu tveimur sólarhringum. Þetta sést á því að áin dreifir úr sér í farvegi sínum, að því er segir í tilkynningu Veðurstofu. 12.1.2024 10:42
Rólan telst samþykkt Kærunefnd húsamál telur rólu á sameiginlegri lóð tveggja fjöleignarhúsa ekki þurfa samþykki 2/3 hluta eigenda húsanna. Rólan var samþykkt af einföldum meirihluta og telur nefndin það nóg. 12.1.2024 06:45