„Ísland er uppselt“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vilja stöðva flæði fólks til landsins sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. Hún fullyrðir að Ísland taki á móti of mörgum og segist vilja undanþágu frá Schengen samstarfinu. 22.2.2024 09:04
Ísrael muni frekar draga sig úr keppni Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins. 21.2.2024 16:39
Leika listir sínar við Viðey Hnúfubakar hafa leikið listir sínar örskammt frá landi í Reykjavík undanfarna daga. Þeir virðast njóta athygli vegfarenda í botn. 21.2.2024 13:57
Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. 21.2.2024 12:24
Vilja rannsaka ummerki Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finni blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír. 21.2.2024 11:11
Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21.2.2024 10:29
The Office stjarnan Ewen Macintosh látinn Ewen Macintosh breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Keith í bresku grínþáttunum The Office er látinn. Hann var fimmtíu ára gamall. 21.2.2024 10:19
Dauð hnísa á bökkum Ölfusár Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi ráku upp stór augu í dag þegar þeir komu auga á hræ af hnísu við bakka Ölfusár skammt frá Ölfusárbrú. Hræinu hefur verið komið til lögreglu. 20.2.2024 14:30
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20.2.2024 12:07
Vilja breiðfylkingu um flug til Húsavíkur Forsvarsmenn Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga segja að komi ekki til kraftaverks verði áætlunarflugi Flugfélagsins Ernis frá Reykjavík til Húsavíkur hætt um næstu mánaðarmót. Stéttarfélagið kallar eftir tafarlausum viðbrögðum stjórnvalda. 20.2.2024 10:51