Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Klár­lega verði að sýna samnings­vilja á báða bóga“

Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar segjum við frá glænýrri könnun Maskínu sem sýnir breytt viðhorf Íslendinga til hvalveiða og ræðum við almannatengil um niðurstöðurnar. Hann segir hvalveiðar orðið mun pólitískara mál en áður.

Þrýsta á ráð­herra að endur­nýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu

Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra.

Vilja sérstaka umræðu um efnahagsmál á þingi sem fyrst

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að haldin verði sérstök umræða um efnahagsmál sem fyrst í ljósi enn einnar stýrivaxtahækkunar peningastefnunefndar Seðlabankans. Meginvextir bankans standa nú í 8,75% og verðbólga mældist 9,9% í apríl.

Sjá meira