Þýskur saksóknari segir leitina tengjast ábendingum um hvarf McCann Christian Wolter, þýskur saksóknari, segir að þýska lögreglan hafi tekið ákvörðun um að leita í og við uppistöðulón í Portúgal eftir að hafa fengið tilteknar ábendingar, eins og Wolter komst að orði. Leitin tengist hvarfi Madeleine McCann. 23.5.2023 17:06
Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23.5.2023 15:33
Ósátt við að nýtt stjórnarfrumvarp einskorðist við einhleypar konur Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um tæknifrjóvgun sem heimilar notkun kynfrumna eftir andlát, skilnað eða sambúðarslit gegn skriflegu og vottuðu samþykki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því skrefi sem þar er stigið en hefði sjálf viljað ganga enn lengra í frelsisátt. 23.5.2023 14:33
Kemur í ljós á morgun hvort Seltjarnarnesbær þurfi að greiða skaðabætur Í hádeginu á morgun mun dómari við héraðsdóm Reykjavíkur kveða upp dóm í skaðabótamáli sem feðginin Margrét Lillý Einarsdóttir og Einar Björn Tómasson höfðuðu á hendur Seltjarnarnesbæ. 22.5.2023 14:35
Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. 22.5.2023 13:01
„Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu, fjölskyldu minnar vegna“ Sigríður Inga Viggósdóttir, stuðningsmaður Tindastóls í húð og hár, er í skýjunum með árangur meistaraflokks karla í körfuknattleik sem lyfti fyrsta Íslandsmeistarabikarnum eftir spennuþrunginn leik gærkvöldsins. 19.5.2023 15:42
„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16.5.2023 12:06
Brjóstapúðarnir sökudólgurinn í tveggja ára veikindastríði Ung kona endurheimti heilsu sína og lífsneista eftir að hún lét fjarlægja sílíkonpúða sem höfðu gert hana fárveika í tvö ár. Nú reynir hún að vekja fólk til vitundar um brjóstapúðaveiki (e. Breast implant illness). 10.5.2023 21:59
Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar. 10.5.2023 12:51
Segir skóla þurfa að bíða í kreppu, heimsfaraldri og góðæri Kennari við Laugarnesskóla kveðst vera langþreytt á bið eftir alvöru úrbótum á húsnæði skólans. Hún segir skóla þurfa að bíða í kreppu, heimsfaraldri og, að því er virðist, góðæri líka. Nú sé mál að linni. 9.5.2023 19:25