Skipar framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð og samfélag. Svandís segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga vera umfangsmesta verkefni sem stjórnvöld hafi tekist á við vegna náttúruhamfara. 3.5.2024 10:51
Svona var Pallborðið með Höllu Hrund, Katrínu og Baldri Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 3.5.2024 10:11
Svandís boðar til blaðamannafundar Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 10:30 í dag. Þar mun hún kynna nýtt lagafrumvarp um málefni Grindavíkur. Fundinum verður streymt beint á Vísi. 3.5.2024 09:44
Samþykktu verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli. Um 80% félagsmanna FFR greiddu atkvæði með aðgerðunum. 2.5.2024 14:29
Vinnunetföng algeng leið fyrir hakkara til að brjótast inn í íslensk fyrirtæki Vinnunetföng sem notuð eru í persónulegum erindagjörðum geta orðið hluti af alvarlegum öryggisbresti fyrir tölvukerfi vinnuveitandans. Mörg dæmi eru um að netföng starfsfólks birtist á mismunandi vefsíðum sem eru ótengd vinnuveitandanum, eins og X (Twitter), Einkamál, Strava, Bland.is og jafnvel á klámsíðum. 2.5.2024 14:01
Hagnaður Landsbankans nam 7,2 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður. 2.5.2024 12:55
Hefja sölu á íbúðum á Orkureitnum Sala hófst í dag á fyrsta áfanga af fjórum á Orkureitnum svokallaða. Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Stærð íbúða er á bilinu 38 - 166 fermetrar. 2.5.2024 10:40
Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 2.5.2024 09:14
Disneydraumurinn varð loks að veruleika Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði. 29.4.2024 20:00
Andstaða frá Íslandi og vera Ísraelsmanna litar keppnina í ár Vera Ísraelsmanna og andstaða frá Íslandi litar Eurovisionkeppnina í ár, að sögn fararstjóra íslenska hópsins. Hann segir þó góða stemningu í hópnum og að fyrsta æfing Heru Bjarkar hafi gengið framar vonum. 29.4.2024 13:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent