Vinnunetföng algeng leið fyrir hakkara til að brjótast inn í íslensk fyrirtæki Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 14:01 Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aftra. Aðsend/Getty Vinnunetföng sem notuð eru í persónulegum erindagjörðum geta orðið hluti af alvarlegum öryggisbresti fyrir tölvukerfi vinnuveitandans. Mörg dæmi eru um að netföng starfsfólks birtist á mismunandi vefsíðum sem eru ótengd vinnuveitandanum, eins og X (Twitter), Einkamál, Strava, Bland.is og jafnvel á klámsíðum. Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri Aftra, íslensks hugbúnaðs sem er sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Hugbúnaðurinn kembir tölvukerfi og rafræn fótspor fyrirtækja á netinu til að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar kunna að notfæra sér. Að sögn Björns eru vinnunetföng sem nýtt eru í persónulegum erindagjörðum eitt algengasta hættumerkið sem kemur upp þegar Aftra gerir úttektir á íslenskum fyrirtækjum. „Þegar við notum vinnunetfangið okkar á þennan hátt skiljum við eftir okkur rafræn fótspor sem fjölgar mögulegum árasarflötum gagnvart vinnuveitandanum. Það sem eykur hættuna enn frekar er að við erum alltof gjörn á að endurnýta lykilorðið okkar. Þetta gæti orðið að alvarlegum öryggisbresti sem hakkarar gætu notfært sér.“ Björn nefnir sem dæmi að ef hakkara tekst að brjótast inn á síðu sem hefur takmarkað öryggi gæti hann komist yfir innskráningarupplýsingar eða lykilorð og nýtt þau gögn til þess að brjótast inn á fleiri staði, svo sem tölvukerfi vinnuveitanda. Þess vegna sé afar mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum. Þá segir Björn að það komi stjórnendum og starfsfólki oft í opna skjöldu þegar þeim er bent á að vinnunetföng séu notuð í persónulegum erindagjörðum. Fólk átti sig gjarnan ekki á hættunni og því sé nauðsynlegt að vekja athygli á henni. Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram. Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri Aftra, íslensks hugbúnaðs sem er sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Hugbúnaðurinn kembir tölvukerfi og rafræn fótspor fyrirtækja á netinu til að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar kunna að notfæra sér. Að sögn Björns eru vinnunetföng sem nýtt eru í persónulegum erindagjörðum eitt algengasta hættumerkið sem kemur upp þegar Aftra gerir úttektir á íslenskum fyrirtækjum. „Þegar við notum vinnunetfangið okkar á þennan hátt skiljum við eftir okkur rafræn fótspor sem fjölgar mögulegum árasarflötum gagnvart vinnuveitandanum. Það sem eykur hættuna enn frekar er að við erum alltof gjörn á að endurnýta lykilorðið okkar. Þetta gæti orðið að alvarlegum öryggisbresti sem hakkarar gætu notfært sér.“ Björn nefnir sem dæmi að ef hakkara tekst að brjótast inn á síðu sem hefur takmarkað öryggi gæti hann komist yfir innskráningarupplýsingar eða lykilorð og nýtt þau gögn til þess að brjótast inn á fleiri staði, svo sem tölvukerfi vinnuveitanda. Þess vegna sé afar mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum. Þá segir Björn að það komi stjórnendum og starfsfólki oft í opna skjöldu þegar þeim er bent á að vinnunetföng séu notuð í persónulegum erindagjörðum. Fólk átti sig gjarnan ekki á hættunni og því sé nauðsynlegt að vekja athygli á henni. Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram.
Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram.
Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00