Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. 29.7.2023 12:10
Sveik níræðan mann um hundruð milljóna Peaches Stergo, 36 ára gömul kona frá Flórída ríki í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í fangelsi í rúm fjögur ár fyrir að hafa ævisparnaðinn af 87 ára gömlum manni sem lifði af helförina. Alls sveik Stergo rúmlega 2,8 milljónir dala af manninum, það samsvarar um 368 milljónum í íslenskum krónum. 29.7.2023 10:17
Fundu tvö þúsund ára gamalt skipsflak Rómverskt skipsflak fannst á um 160 metra dýpi í um áttatíu kílómetra fjarlægð frá ítölsku höfuðborginni Róm. Um er að ræða skip sem talið er að hafi sokkið fyrir meira en tvö þúsund árum síðan. 28.7.2023 16:59
Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði. 28.7.2023 15:43
Fékk sjaldgæft sjónarspil í afmælisgjöf Karlmaður frá New Hampshire í Bandaríkjunum var að fagna afmælinu sínu með þremur dætrum sínum þegar hann náði ótrúlegu atviki á myndband. Þrír hvalir stukku á sama tíma upp úr sjónum og virtist vera sem um væri að ræða þaulæft atriði hjá þeim. 28.7.2023 15:32
„Við erum ekki í kosningabaráttu, við erum í stjórnarsamstarfi“ Þingmaður Vinstri grænna kippir sér ekki upp við kenningar um að kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins sé komin í gang. Hún segir sinn stjórnmálaflokk ekki vera í kosningabaráttu, þau einbeiti sér að ríkisstjórnarsamstarfinu. 28.7.2023 11:43
Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. 27.7.2023 15:45
Hafa selt yfir fjörutíu milljón PS5 tölvur Sony tilkynnti í dag að fyrirtækið væri búið að selja yfir fjörutíu milljón Playstation 5 leikjatölvur. Fyrirtækið hóf sölu á leikjatölvunum í nóvember árið 2020 og gekk framleiðslan frekar brösuglega fyrst um sinn. Nú sé þó framleiðslan komin á strik og hægt að sinna eftirspurninni. 27.7.2023 15:32
Segist sjá eftir því að hafa farið í lýtaaðgerð Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner greinir frá því í nýjasta þættinum af The Kardashians að hún hafi farið í lýtaaðgerð. Áður hefur Jenner sagt að hún hafi einungis fengið sér fyllingar í varirnar en nú segist hún hafa farið í lýtaaðgerð fyrir nokkrum árum síðan. 27.7.2023 13:53
Týnd í fjögur ár en er nú fundin Stúlka sem týndist þegar hún var fjórtán ára gömul fyrir um fjórum árum síðan er nú fundin. Stúlkan sem um ræðir gekk inn á lögreglustöð og óskaði eftir því að vera fjarlægð af listanum yfir týnt fólk. 27.7.2023 10:35