Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júlí 2023 15:43 Skinka fékk flest atkvæði í kosningu um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka. Ananas var í öðru sæti en pepperóní í því þriðja. Grafík Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði. Hluthafafundur Íslandsbanka fór fram í dag og í lok fundarins var kosið í nýja stjórn bankans. Áður en það var gert var þó ákveðið að prófa kosningakerfið með æfingaspurningu: Hvað færðu þér á pizzu? Valmöguleikarnir um álegg voru alls ellefu talsins. Ananas, skinka, auka ostur, ólífur, pepperóní, laukur, rjómaostur, hakk, beikon, sveppir og hvítlaukur. „Þetta höfðar vonandi til flestra. Við höfum þarna nokkuð marga valkosti,“ sagði Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem stýrði fundinum í dag. Klippa: Hluthafar hrifnar af ananas en pepperóní Ljóst var að nokkuð léttara var yfir þessari kosningu heldur en þegar kosið var í stjórn bankans, eðlilega. Jóhannes Karl spurði til að mynda einn fundargest hvort hann væri að ráðfæra sig við stjórnarformann áður en hann skilaði inn sínum atkvæðum. Uppskar hann smá fliss úr salnum við það. „Svo kemur auðvitað pizzan á borðið til ykkar á eftir,“ grínaðist hann svo með. „Þetta er mjög spennandi, ég sé hvernig kosningin er að þróast. Þetta verða mjög mikilvægar upplýsingar fyrir pizzukeðjurnar, hvað þetta þýði, sem er hluthafafundur í íslenskum banka, hvað hann kýs á pizzurnar sínar.“ „Þarna kom stórt atkvæði“ Jóhannes Karl gat fylgst með niðurstöðunum þróast er atkvæðin skiluðu sér. Í eitt skipti vakti hann athygli á því að stórt atkvæði hafi komið en atkvæðavægið var mismunandi eftir eignarhluta, líkt og þegar kosið var í stjórnina. „Þarna kom stórt atkvæði, það þarf eitthvað að hjálpa beikoninu sýnist mér,“ sagði Jóhannes. Það virðist þó engin hafa rétt beikoninu hjálparhönd því þegar niðurstöðurnar voru birtar mátti sjá að beikonið var í síðasta sæti. Skinka var í fyrsta sæti með 2,64 milljónir atkvæða en ananas var í öðru með 2,55 milljónir atkvæða. Pepperóní fylgdi fast á eftir með 2,45 milljónir atkvæða. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar.Skjáskot Það er spurning hvort hluthafar Íslandsbanka endurspegli það sem landsmenn vilja fá á pizzurnar sínar. Vísir ákvað að efna til könnunar með sömu valmöguleikum og hluthafar Íslandsbanka fengu á fundinum í dag. Hægt er að taka þátt í könnuninni hér fyrir neðan. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Matur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Hluthafafundur Íslandsbanka fór fram í dag og í lok fundarins var kosið í nýja stjórn bankans. Áður en það var gert var þó ákveðið að prófa kosningakerfið með æfingaspurningu: Hvað færðu þér á pizzu? Valmöguleikarnir um álegg voru alls ellefu talsins. Ananas, skinka, auka ostur, ólífur, pepperóní, laukur, rjómaostur, hakk, beikon, sveppir og hvítlaukur. „Þetta höfðar vonandi til flestra. Við höfum þarna nokkuð marga valkosti,“ sagði Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem stýrði fundinum í dag. Klippa: Hluthafar hrifnar af ananas en pepperóní Ljóst var að nokkuð léttara var yfir þessari kosningu heldur en þegar kosið var í stjórn bankans, eðlilega. Jóhannes Karl spurði til að mynda einn fundargest hvort hann væri að ráðfæra sig við stjórnarformann áður en hann skilaði inn sínum atkvæðum. Uppskar hann smá fliss úr salnum við það. „Svo kemur auðvitað pizzan á borðið til ykkar á eftir,“ grínaðist hann svo með. „Þetta er mjög spennandi, ég sé hvernig kosningin er að þróast. Þetta verða mjög mikilvægar upplýsingar fyrir pizzukeðjurnar, hvað þetta þýði, sem er hluthafafundur í íslenskum banka, hvað hann kýs á pizzurnar sínar.“ „Þarna kom stórt atkvæði“ Jóhannes Karl gat fylgst með niðurstöðunum þróast er atkvæðin skiluðu sér. Í eitt skipti vakti hann athygli á því að stórt atkvæði hafi komið en atkvæðavægið var mismunandi eftir eignarhluta, líkt og þegar kosið var í stjórnina. „Þarna kom stórt atkvæði, það þarf eitthvað að hjálpa beikoninu sýnist mér,“ sagði Jóhannes. Það virðist þó engin hafa rétt beikoninu hjálparhönd því þegar niðurstöðurnar voru birtar mátti sjá að beikonið var í síðasta sæti. Skinka var í fyrsta sæti með 2,64 milljónir atkvæða en ananas var í öðru með 2,55 milljónir atkvæða. Pepperóní fylgdi fast á eftir með 2,45 milljónir atkvæða. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar.Skjáskot Það er spurning hvort hluthafar Íslandsbanka endurspegli það sem landsmenn vilja fá á pizzurnar sínar. Vísir ákvað að efna til könnunar með sömu valmöguleikum og hluthafar Íslandsbanka fengu á fundinum í dag. Hægt er að taka þátt í könnuninni hér fyrir neðan.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Matur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira