Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 12:10 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Ívar Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir milljarða hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða, Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða og Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að þessi hagnaður bankanna komi honum því miður ekki á óvart. „Þegar vextir Seðlabankans hækkuðu þá hækkuðu allir bankarnir sína vexti og það endar náttúrulega bara sem hagnaður hjá bönkunum,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú í 8,75 prósentum en þeir hafa hækkað þrettán sinnum í röð. Verðbólga hefur lækkað á undanförnum mánuðum og er nú komin niður í 7,6 prósent. „Með lækkandi verðbólgu þá vonum við að Seðlabankinn lækki vexti og líka að bankarnir lækki sína vexti. Við sjáum að það er ekkert í vegi fyrir því að bankarnir lækki álögur á viðskiptavini sína, núna þegar þeir skila þessum methagnaði.“ Borð fyrir báru hjá bönkunum Breki bendir á að kallað hefur verið eftir aðhaldi til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að bankarnir séu ekki undanskildir því. „Í árferðinu eins og það er, þegar neytendur eru að greiða himinháa vexti þá verðum við að kalla eftir aðhaldi hjá öllum, ekki bara hjá neytendum og sumum fyrirtækjum heldur öllum fyrirtækjum.“ Hagnaður bankanna sýni að það sé svigrúm til lækkana hjá þeim. „Það er augljóslega borð fyrir báru hjá bönkunum að lækka vexti miðað við þessar hagnaðartölur og við bara höldum áfram að hvetja þá til þess að lækka þá.“ Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir milljarða hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða, Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða og Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að þessi hagnaður bankanna komi honum því miður ekki á óvart. „Þegar vextir Seðlabankans hækkuðu þá hækkuðu allir bankarnir sína vexti og það endar náttúrulega bara sem hagnaður hjá bönkunum,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú í 8,75 prósentum en þeir hafa hækkað þrettán sinnum í röð. Verðbólga hefur lækkað á undanförnum mánuðum og er nú komin niður í 7,6 prósent. „Með lækkandi verðbólgu þá vonum við að Seðlabankinn lækki vexti og líka að bankarnir lækki sína vexti. Við sjáum að það er ekkert í vegi fyrir því að bankarnir lækki álögur á viðskiptavini sína, núna þegar þeir skila þessum methagnaði.“ Borð fyrir báru hjá bönkunum Breki bendir á að kallað hefur verið eftir aðhaldi til að stemma stigu við verðbólgunni. Hann segir að bankarnir séu ekki undanskildir því. „Í árferðinu eins og það er, þegar neytendur eru að greiða himinháa vexti þá verðum við að kalla eftir aðhaldi hjá öllum, ekki bara hjá neytendum og sumum fyrirtækjum heldur öllum fyrirtækjum.“ Hagnaður bankanna sýni að það sé svigrúm til lækkana hjá þeim. „Það er augljóslega borð fyrir báru hjá bönkunum að lækka vexti miðað við þessar hagnaðartölur og við bara höldum áfram að hvetja þá til þess að lækka þá.“
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Íslenskir bankar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira