
Skemmtiferðaskipi snúið vegna vinds
Ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Favolosa, sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, var snúið við fyrir utan Sundahöfn um þrjúleytið í dag vegna vinds.
Fréttamaður
Magnús er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Favolosa, sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, var snúið við fyrir utan Sundahöfn um þrjúleytið í dag vegna vinds.
Auðbjörg Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttur hafa bæst í raðir þekkingarfyrirtækisins FranklinCovey á Íslandi sem ráðgjafar og leiðtogar vaxtar og árangurs.
Gunnar Björnsson, sem hefur verið forseti Skáksambands Íslands frá 2009, hefur tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig aftur fram sem forseti sambandsins.
Listakonan Sandra Ýr Schmidt hefur verið sökuð um að líkja eftir verkum þýskrar myndlistarkonu og selja sem sín eigin. Sandra viðurkennir að hafa líkt eftir verkunum en hafi ekki selt neitt þeirra þó eitt hafi verið til sölu á 400 þúsund krónur. Henni þykir miður að verið sé að eyðileggja feril hennar vegna lítilla mistaka.
Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina
Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur.
Bandaríska leikkonan Valerie Mahaffey, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, er látin 71 árs að aldri. Hún lést í Los Angeles föstudaginn 30. maí eftir baráttu við krabbamein.
Athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothee Chalamet eru eitt heitasta par Hollywood í dag. Jenner gaf í vikunni óvænta og spaugilega innsýn inn í kynlífið með Chalamet sem er dyggur stuðningsmaður New York Knicks.
Maður í hettupeysu með textanum „Child of God“ braust inn í Bjarnabúð í Reykholti í nótt. Guðsbarnið var svangt og nikótínþurfi samkvæmt eigendum Bjarnabúðar.
Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku.