Cruise afþakkaði boð Trump Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið. 15.8.2025 09:27
Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann. 15.8.2025 08:15
Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Hallgrímur Helgason hrinti af stað mikill umræðu um skyr á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði borðað sveitaskyr frá Erpsstöðum og spurði í kjölfarið hvernig Íslendingar hefðu glutrað niður þessu gamla skyri. Fjölmargir syrgja gamla skyrið. 14.8.2025 14:41
Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Myndefni úr nýrri heimildarmynd um Kanye West, sem var tekin upp yfir sex ára tímabil, sýnir hvernig molnaði undan hjónabandi hans við Kim Kardashian samhliða versnandi andlegri heilsu hans. 14.8.2025 14:01
Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. 14.8.2025 11:16
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14.8.2025 10:07
Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Helgi Vilberg Hermannsson, listamaður og skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, lést sunnudaginn 10. ágúst, 73 ár að aldri. 14.8.2025 09:26
Haraldur Briem er látinn Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir og aðstoðarlandlæknir, lést 11. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 80 ára að aldri. 14.8.2025 07:33
Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Johnny Depp íhugar nú að setja aftur á sig sjóræningjahattinn til að leika Jack Sparrow í sjöttu myndinni um sjóræningja Karabíska hafsins. Áður hafði Depp sagt að 300 milljónir dala myndu ekki nægja til að fá hann aftur í hlutverkið. 13.8.2025 12:17
„Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir engar áþreifanlegar vísbendingar komið fram um að skólastjórnendur Breiðholtsskóla hefðu fegrað einkunnir. Gott sé að fá gagnrýni á ytra mat en nýlega hafi verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á innra mat. 13.8.2025 10:01