Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þrjár nýjar Star Wars-myndir á leiðinni

Tilkynnt var um þrjár nýjar leiknar kvikmyndir sem eiga sér stað í heimi Star Wars í dag. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr sjónvarpsseríunni Ahsoka sem kemur út í ár og fjallar um lærling Anakins.

Fjölda flug­ferða seinkað vegna veðurs

Seinkanir verða á flugferðum til og frá Evrópu í dag vegna veðurs. Þær munu hafa keðjuverkandi áhrif á flugferðir til Bandaríkjanna í nótt og frá Bandaríkjunum í fyrramálið segir upplýsingafulltrúi Icelandair.

Þriðja dauða kýrin fannst á Suðurlandi

Dauð kýr fannst á strönd við árósa Markarfljóts í gær. Þetta er þriðja dauða kýrin sem finnst á Suðurlandi síðustu tvo daga. Héraðsdýralæknir segir ljóst að þetta verklag sé ekki samkvæmt reglunum og það sé því miður of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist.

„Konungnum hefur verið steypt af stóli“

Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis.

Kennedy vill verða forseti

Robert F. Kennedy yngri, lögfræðingur og yfirlýstur andstæðingur bólusetninga, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2024.

Stal breiðnef og hélt honum föngnum um borð í lest

Ástralskur maður sem stal villtum breiðnef og fór með hann um borð í lest hefur verið ákærður fyrir athæfið. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu milljón króna sekt fyrir athæfið.

Kaldasti mars­mánuður í rúm 40 ár

Síðastliðinn marsmánuður var sá kaldasti í rúm fjörutíu ár, eða síðan 1979 og einkenndist hann af stöðugum norðaustlægum áttum. Nýafstaðinn vetur var jafnframt sá kaldasti síðan veturinn 1994 til 1995. Veðurfræðingur segir veturinn hafa verið óvenjulegan fyrir þær sakir hvað hann var kaflaskiptur og hvað hann einkenndist af löngum kuldaköflum.

Sjá meira