Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Love Island-stjarna eignaðist dóttur

Love Island-stjarnan Shaughna Phillips eignaðist dótturina Luciu á þriðjudaginn 4. apríl síðastliðinn. Þetta er frumburður raunveruleikastjörnunnar.

Megan Fox og Machine Gun Kelly saman á ný

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly virðast hafa kveikt í glæðum sambands síns ef marka má myndir sem náðust af parinu í fríi á Hawaii. Síðustu mánuði hafa gengið orðrómar um sambandsslit þeirra.

Risa­vaxinn rostungur á flot­bryggju Þórs­hafnar

Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið.

Svört gæs vekur athygli

Myndir náðust af sérkennilegri grágæs í Háaleitishverfinu í vikunni. Grágæsin er sérkennileg fyrir þær sakir að hún er ekki grá heldur svört. Líklega er um genagalla að ræða, svokallaða sortu sem veldur ofgnótt af litarefninu melaníni í húð dýra. 

Vilja að Geor­ge For­eman fari í lyga­mæli vegna á­sakana

Tvær konur sem hafa ásakað boxarann George Foreman um kynferðislega misnotkun vilja að hann fari í lygamælispróf. Brotin sem Foreman er sakaður um áttu sér stað fyrir 45 árum þegar hann var í kringum þrítugt en konurnar voru undir lögaldri.

Ítalskur túr­isti og breskar systur létust í hryðju­verka­á­rásum

Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast.

Sex skemmti­­stöðum lokað tíma­bundið í nótt vegna réttinda­lausra dyra­varða

Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. 

Einn söngvara S Club 7 látinn

Paul Cattermole, einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lög­reglan skorar á verk­taka að bregðast skjótt við

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld.

Allar björgunar­sveitir höfuð­borgar­svæðisins kallaðar út vegna hvass­viðris

Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. 

Sjá meira