Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rostungur sam­ferða manni á leið í vinnu

Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð.

Segir sak­lausan Schofi­eld á­reittan í norna­veiðum

Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan.

Icelandair hefur sam­starf við Tur­kish Air­lines

Icelandair og Turkish Airlines undirrituðu í morgun samstarfssamning sem felst í því flugfélögin munu geta boðið viðskiptavinum sínum tengingar á milli leiðakerfa sinna og þannig aukið úrval tengimöguleika.

Mikið um slags­mál og ölvunar­akstur í nótt

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða.

Úkraínu­menn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bak­hmut

Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd.

Skýjað og súld en ágætis hiti

Hæð suður af landinu viðheldur þrálátum suðvestlægum áttum næstu daga. Í dag verður skýjað með rigningu og súld um landið vestanvert en þurrt og hlýtt um landið austanverrt þó ekki verði jafn bjart og hlýtt þar og hefur verið.

Tekju­öflun ríkisins réði för við gjald­töku með stuttum fyrir­vara

Gjaldtaka sem átti að hefjast í Jökulsárlóni í gær frestast fram í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lýsir yfir vonbrigðum með stuttan fyrirvara fyrir gjaldtökuna og segir hana ekki fela í sér álagsstýringu heldur sé um að ræða tekjuöflun fyrir hið opinbera.

Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti

Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina.

Sjá meira