Færeyingar safna fyrir Grindvíkinga Magnús Jochum Pálsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 17. janúar 2024 10:26 Oddur Freyr Þorsteinsson, til vinstri, segir Rauða krossinn á Færeyjum hafa haft samband og viljað leggja Grindvíkingum lið. Hugur þeirra sé hjá þeim. Vísir/Aðsend og Arnar Rauði krossinn í Færeyjum hefur hafið söfnun fyrir þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi segir þau hafa haft samband og viljað aðstoða. Söfnun íslenska Rauða krossins gengur mjög vel. Í frétt færeyska fréttamiðilsins In.fo. segir að íslenski Rauði krossinn hafi stofnað tímabundna söfnun til að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík og nú hafi Færeyingar, „fyrirtæki og einstaklingar,“ líka ákveðið að veita nágrönnum sínum stuðning. „Hvussu kanst tú hjálpa?“ eða „Hvernig getur þú hjálpað?“ spyr Rauði krossinn í Færeyjum. Vilji fólk stuðla að mannúðaraðstoð íslenska Rauða krossins sé það velkomið að leggja inn á bankareikning Rauða krossins í Færeyjum og merkja við hann „Ísland“. Fólk geti líka sett af stað sína eigin söfnun og er bent á upplýsingar á vef Rauða krossins. Vildu hjálpa „Þau höfðu samband og spurðu hvernig þau gætu hjálpað. Þau stungu sjálf upp á því að hefja sína söfnun líka og þau vildu leggja sitt af mörkum. Þau eru bara svona góð og vildu hjálpa. Það er yndislegt að fá svona skilaboð og stuðning frá öðrum landsfélögum,“ segir Oddur Freyr Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hann hefur ekki heyrt af söfnun hjá öðrum landsfélögum. Rauði krossinn í Færeyjum hefur hrint af stað söfnun til að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm „Þetta er mikil frændþjóð og þau hugsa mikið til okkar. Þegar þau sáu fréttirnar vildu þau gera það sem þau gátu. Við erum afskaplega þakklát,“ segir Oddur. Hann segir að enn eigi eftir að ákveða hvernig peningunum frá Færeyjum verði varið en að líklegt sé að peningurinn renni í þeirra söfnun sem fer beint til Grindvíkinga. Öflug söfnun á Íslandi Söfnun Rauða krossins á Íslandi fyrir Grindvíkinga hefur farið mjög vel af stað að Odds. „Hún hefur gengið mjög vel. Það hefur komið á óvart hversu öflugar og góðar undirtektir við höfum fengið,“ segir Oddur. Hann segir þó í ljósi atburða að mjög skiljanlegt sé að Íslendingar vilji leggja Grindvíkingum lið. Söfnunin hófst í raun í nóvember þegar bærinn var fyrst rýmdur og var að sögn Odds aðallega hugsuð til að styrkja þeirra starf og neyðarviðbragð vegna Grindvíkinga. En vegna þess hve vel hafi gengið hafi verið ákveðið að úthluta peningunum beint til Grindvíkinga. Nú þegar hafi fimm milljónum verið úthlutað og er stefnt á að halda því áfram meðfram söfnuninni. „Það er úthlutunarnefnd að störfum og það verður haldið áfram að úthluta þessum peningum. Áherslan er öll á að styðja Grindvíkinga núna, ekkert annað,“ segir Oddur og að skilyrði úthlutunar sé að finna á síðu söfnunarinnar. Sótt er um úthlutun í þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Grindavík. Margir með húsnæðisáhyggjur Oddur Freyr segir að fleiri hafi frá í nóvember leitað í sálrænan stuðning hjá samtökunum og sem dæmi hafi fjölgað símtölum í 1717. „Svo hefur fólk farið í þjónustumiðstöðina. En fólk er aðallega að velta fyrir sér húsnæðisstuðningi. Það er mjög eðlilegt að fólk hafi fjárhagsáhyggjur þegar óvissan er svona mikil.“ Hægt er að styðja söfnunina hér. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Færeyjar Tengdar fréttir Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59 Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03 Vill að ríkið kaupi Grindvíkinga út: Fólk „vill bara komast í burtu“ Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir það upplifun flestra sem hann hefur talað við frá Grindavík að fáum spurningum hafi verið svarað á íbúafundinum í gær. Hann upplifði gremju gagnvart ríkisstjórninni og að fólk upplifði að lítið hefði gerst síðustu tvo mánuði. 17. janúar 2024 08:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Í frétt færeyska fréttamiðilsins In.fo. segir að íslenski Rauði krossinn hafi stofnað tímabundna söfnun til að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík og nú hafi Færeyingar, „fyrirtæki og einstaklingar,“ líka ákveðið að veita nágrönnum sínum stuðning. „Hvussu kanst tú hjálpa?“ eða „Hvernig getur þú hjálpað?“ spyr Rauði krossinn í Færeyjum. Vilji fólk stuðla að mannúðaraðstoð íslenska Rauða krossins sé það velkomið að leggja inn á bankareikning Rauða krossins í Færeyjum og merkja við hann „Ísland“. Fólk geti líka sett af stað sína eigin söfnun og er bent á upplýsingar á vef Rauða krossins. Vildu hjálpa „Þau höfðu samband og spurðu hvernig þau gætu hjálpað. Þau stungu sjálf upp á því að hefja sína söfnun líka og þau vildu leggja sitt af mörkum. Þau eru bara svona góð og vildu hjálpa. Það er yndislegt að fá svona skilaboð og stuðning frá öðrum landsfélögum,“ segir Oddur Freyr Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hann hefur ekki heyrt af söfnun hjá öðrum landsfélögum. Rauði krossinn í Færeyjum hefur hrint af stað söfnun til að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm „Þetta er mikil frændþjóð og þau hugsa mikið til okkar. Þegar þau sáu fréttirnar vildu þau gera það sem þau gátu. Við erum afskaplega þakklát,“ segir Oddur. Hann segir að enn eigi eftir að ákveða hvernig peningunum frá Færeyjum verði varið en að líklegt sé að peningurinn renni í þeirra söfnun sem fer beint til Grindvíkinga. Öflug söfnun á Íslandi Söfnun Rauða krossins á Íslandi fyrir Grindvíkinga hefur farið mjög vel af stað að Odds. „Hún hefur gengið mjög vel. Það hefur komið á óvart hversu öflugar og góðar undirtektir við höfum fengið,“ segir Oddur. Hann segir þó í ljósi atburða að mjög skiljanlegt sé að Íslendingar vilji leggja Grindvíkingum lið. Söfnunin hófst í raun í nóvember þegar bærinn var fyrst rýmdur og var að sögn Odds aðallega hugsuð til að styrkja þeirra starf og neyðarviðbragð vegna Grindvíkinga. En vegna þess hve vel hafi gengið hafi verið ákveðið að úthluta peningunum beint til Grindvíkinga. Nú þegar hafi fimm milljónum verið úthlutað og er stefnt á að halda því áfram meðfram söfnuninni. „Það er úthlutunarnefnd að störfum og það verður haldið áfram að úthluta þessum peningum. Áherslan er öll á að styðja Grindvíkinga núna, ekkert annað,“ segir Oddur og að skilyrði úthlutunar sé að finna á síðu söfnunarinnar. Sótt er um úthlutun í þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Grindavík. Margir með húsnæðisáhyggjur Oddur Freyr segir að fleiri hafi frá í nóvember leitað í sálrænan stuðning hjá samtökunum og sem dæmi hafi fjölgað símtölum í 1717. „Svo hefur fólk farið í þjónustumiðstöðina. En fólk er aðallega að velta fyrir sér húsnæðisstuðningi. Það er mjög eðlilegt að fólk hafi fjárhagsáhyggjur þegar óvissan er svona mikil.“ Hægt er að styðja söfnunina hér.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Færeyjar Tengdar fréttir Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59 Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03 Vill að ríkið kaupi Grindvíkinga út: Fólk „vill bara komast í burtu“ Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir það upplifun flestra sem hann hefur talað við frá Grindavík að fáum spurningum hafi verið svarað á íbúafundinum í gær. Hann upplifði gremju gagnvart ríkisstjórninni og að fólk upplifði að lítið hefði gerst síðustu tvo mánuði. 17. janúar 2024 08:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59
Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03
Vill að ríkið kaupi Grindvíkinga út: Fólk „vill bara komast í burtu“ Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir það upplifun flestra sem hann hefur talað við frá Grindavík að fáum spurningum hafi verið svarað á íbúafundinum í gær. Hann upplifði gremju gagnvart ríkisstjórninni og að fólk upplifði að lítið hefði gerst síðustu tvo mánuði. 17. janúar 2024 08:45