Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Átján störf fylgja varðskipinu Freyju á Siglufirði

Mikil ánægja er á meðal íbúa á Siglufirði að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn því það tryggir átján störf á svæðinu. Þá segir bæjarstjórinn að það sé mjög mikilvægt að varðskip skuli eiga heimahöfn úti á landi, ekki bara í Reykjavík.

Fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins til sýnis um helgina

Um hundrað og þrjátíu jeppar af öllum stærðum og gerðum eru til sýnis um helgina í Fífunni í Kópavogi í tilefni af 40 ára afmæli ferðaklúbbsins 4x4. Fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins er meðal annars á sýningunni og nokkrir gamlir Willis jeppar svo ekki sé minnst á nýbreyttan sex hjóla Ford trukk, sem er að fara á Suðurpólinn

Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi

Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum.

Um 30 rampar á Sólheimum í Grímsnesi

Því var fagnað á Sólheimum í Grímsnesi um helgina að rampur númer 825 í verkefninu “Römpum upp Ísland” var vígður en alls stendur til að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin

Hefur áhyggjur af öryggisinnviðum vegna fjölda ferðamanna

Samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur þróast í takti við fjölda ferðamanna á svæðinu síðustu ár en ferðamenn, sem heimsækja sveitarfélagið er önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífi sveitarfélagsins segir bæjarstjórinn. Þá segir hann að innviðir í sveitarfélaginu séu stórkostlegir þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamennina.

Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru

Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti.

Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin

Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn.

Sjá meira