Jarðaberjarækt í grænum iðngarði í Helguvík Framkvæmdastjóri Kadeco á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli segir það draumaverkefni að fá að stýra allri uppbyggingunni, sem mun eiga sér stað á næstu árum á Ásbrú og svæðinu í kringum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann segir mikið kallað eftir því að fá starfsfólk Kadeco á erlendan vettvang til að kynna verkefnið. 16.6.2024 12:44
Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. 15.6.2024 19:59
Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. 15.6.2024 13:08
Á 90 þúsund servíettur í Hafnarfirði Kona í Hafnarfirði er engum líka þegar kemur að söfnun á servíettum því hún á hvorki meira né minna en níutíu þúsund servíettur og bara eina tegund af hverri. Söfnunin hefur staðið yfir í fjörutíu ár. 14.6.2024 20:46
Borða með puttunum á Hellu Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands. 13.6.2024 21:04
85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. 12.6.2024 20:04
800 nýjar íbúðir byggðar á Ásbrú Um átta hundruð nýjar íbúðir verða byggðar á Ásbrú í Reykjanesbæ á næstu árum, auk þess sem nokkrir nýir grunn- og leikskólar verða byggðir, ráðstefnuhöll, verslanir, veitingahús og hótel svo eitthvað sé nefnt. Framkvæmdirnar munu kosta um 140 milljarða króna. 10.6.2024 20:05
Pönnukökumeistari með kaffi í pönnukökunum Pönnukökumeistari Íslands var krýndur um helgina á landsmóti 50 plús en pönnukökur, sem meistarinn bakaði eru eftir uppskrift frá mömmu viðkomandi. Þá er leyndarmál í pönnukökunum því meistarinn notar kaffi út í þær, sem þykir mjög sérstakt. 9.6.2024 20:04
Pylsuvagninn á Selfossi er 40 ára í dag: Fríar pylsur og kók Íbúar á Selfossi og næsta nágrenni þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir í dag því Pylsuvagninn býður upp á fríar pylsur og kók frá klukkan 14:00 til 16:00. Ástæðan er 40 ára afmæli pylsuvagnsins, sem hefur verið með um eitt þúsund starfsmenn í þessi 40 ára. 9.6.2024 12:15
19 ára stelpa á Selfossi útskrifuð sem vélvirki 19 ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sjóða saman hluti eða berja saman ýmsa hluti, en hún er fyrsti kvenkynsnemandinn við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að útskrifast sem vélvirki. 9.6.2024 08:04
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið