Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Hvítri Toyotu var stolið í Mosfellsbæ í gær eða nótt. Bílnúmerið á bílnum er IXM95 og tegund bílsins Toyota Proace 2024. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að einn hafi verið í gær eða nótt vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur. 16.4.2025 06:24
Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tekur gildi í dag. Kortinu er ætlað að gera betur skil hættu sem getur átt sér stað utan þeirra svæða sem áður var lögð áhersla á. Nýtt hættumatskort gildir til 22. apríl. 15.4.2025 15:19
VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018. 15.4.2025 11:36
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15.4.2025 10:51
KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. 15.4.2025 09:52
Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Carmen Maja Valencia, klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast, segir óljósar starfslýsingar algengustu ástæðu gremju og togstreitu á vinnustöðum. Hún segir samskiptasáttmála mikilvæga innan fyrirtækja svo fólk viti hvað megi og hvað ekki. 15.4.2025 08:56
Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Skíðavertíðinni í Bláfjöllum er lokið í vetur. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu kemur fram að vegna þess að ekkert snjóaði um helgina séu allar skíðaleiðir í sundur á einum eða fleiri stöðum, ásamt lyftusporum. Það er vegna hlýindakafla í lok mars og byrjun apríl. 14.4.2025 14:40
Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sverrir Ingi Ólafsson, deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni, segir að með örfáum einföldum skrefum, eins og að virkja öryggiskerfið og ganga vel frá heimilinu, geti fólk notið páskafrísins áhyggjulaust. Best sé að bíða með tásumyndirnar þar til fólk kemur heim og læsa verðmæti inni og taka myndir af þeim. 14.4.2025 14:00
Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum. 14.4.2025 11:21
Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa. 14.4.2025 10:14