Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 6.12.2024 10:04
Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla í Kópavogi síðdegis í dag. 5.12.2024 21:05
Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. 5.12.2024 20:57
Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. 5.12.2024 19:22
Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. 5.12.2024 17:25
Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Guðrún P. Ólafsdóttur verður bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Ráðning hennar var tekin fyrir á fundi bæjarráðs sveitarfélagsins í gær og tekur formlega gildi eftir bæjarstjórnarfund í næstu viku samkvæmt tilkynningu. 5.12.2024 15:27
Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Fjöldi deilda innan Háskóla Íslands mótmælir fyrirhuguðum breytingum á gjaldtöku á nemendur í háskólanum sem eru frá löndum utan EES. Þau segja gjaldtökuna mismuna á grundvelli efnahags, þjóðernis og uppruna. Nemendum muni fækka og einstaka deildir líða fyrir fækkunina. Þá muni efling íslensku og íslenskukennslu líða mest fyrir breytinguna. 4.12.2024 23:00
Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að á þessum árstíma fjölgi alltaf fyrirspurnum til félagsins um skreytingar við hús. Fólk velti því fyrir sér hversu mikið megi skreyta og hvort eitthvað sé of mikið. Þá sé einnig kvartað yfir of miklum skreytingum og spurt um reglur um til dæmis samræmdar skreytingar og kostnað við skreytingarnar. 4.12.2024 21:57
Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Í tilkynningu frá lögreglunni segir að umferðarslysið hafi orðið á sjöunda tímanum í kvöld á Þjóðvegi 1 austan við Hala í Suðursveit. Þar hafi rúta með um tuttugu manns farið út af veginum. 4.12.2024 18:44
Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg í september er lokið. Málið er nú komið á borð héraðssaksóknara. 4.12.2024 17:59