Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eldri stjórn­endur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammi­stöðu

Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence, segir þurfa vitundarvakningu meðal stjórnenda í opinbera geiranum um að setja starfsfólki skýr mörk og að tryggja hagsýni í rekstri. Hún segir sömuleiðis þörf á að breyta starfsmannalögum þannig hægt sé að vísa fólki frá sem ekki sinnir vinnunni sinni.

Í­búar mót­mæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnars­brekku

Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni.

Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Prósent í júlí eiga ellefu prósent þjóðarinnar ísvél. Tekið var fram í spurningunni að átt væri við vélar á borð við Ninja Creami en ekki klakavélar. Samkvæmt svörum Prósents eiga ellefu prósent svarenda slíka vél á meðan 30 prósent hafa áhuga á að eignast slíka vél.

Öllum börnum undir sex mánaða boðin for­vörn gegn RS veiru

Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis.

Bretar, Kanada­menn, Suður-Kóreubúar og Þjóð­verji meðal látinna í Lissabon

Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu.

Ekki hægt að þaga þegar stjórn­mála­menn leika sér að því að særa fram tröllin

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, segist standa við orð sín um fordómafullt fólk eigi ekki erindi í opinbera stefnumótun. Það sagði hann um Snorra Másson í vikunni og sætti í kjölfarið gagnrýni frá Sigríði Á. Andersen, þingkonu Miðflokksins, í Bítinu í gær. Í viðtali í Bítinu í dag sagði Einar mikilvægt að hinsegin og trans fólki sé veittur stuðningur og þá sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu.

Líkur á nýju eld­gosi meiri í seinni hluta septem­ber

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Í dag hafa um sex til sjö milljónir rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi sem hófst í júlí. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að gert sé ráð fyrir að þegar um 12 milljónir rúmmetrar hafi safnast saman aukist líkurnar á nýjum atburði.

Seldu sam­heita­lyf við hvít­blæði og HIV fyrir hundruð milljóna

Lyfjafyrirtækið Coripharma seldi í júlímánuði lyf sem þau þróuðu sjálf, og aðrar vörur, fyrir tæpan hálfan milljarð. Tvö lyf sem voru þróuð af Coripharma og fóru á markað á síðasta ári, reyndust langstærst samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Annars vegar Bosutinib, sem er lyf við hvítblæði, og hins vegar Raltegravir, sem er lyf við HIV veirunni.

Sjá meira