Hefur áhyggjur af börnum í strætó Umboðsmaður barna segir það áhyggjuefni hversu algengt það er að börn verði fyrir áreiti í strætó, sérstaklega stelpur. Á nýlegum samráðsfundi barna, Strætó og sveitarstjórna hafi börn stigið fram með fjölmörg dæmi um áreitni í orðum og óviðeigandi snertingar. 14.2.2025 15:00
Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Stjórn deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands fordæmir í yfirlýsingu hræðilega meðferð á hrossum sem fjallað var um í fréttum í gær. 14.2.2025 13:25
Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira. 14.2.2025 13:15
Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn Áhrifavaldar og fjölmiðlafólk sótti teiti í boði 66°Norður á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Tískuvikan fór fram í febrúar. 14.2.2025 12:02
„Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14.2.2025 11:02
Hélt hann hefði verið étinn af hval Hnúfubakur tók kajakræðara í munn sinn í stutta stund við strendur Síle síðustu helgi. Atvikið náðist á myndband. Maðurinn segist hafa verið hræddur um líf sitt og föður síns. 13.2.2025 23:32
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13.2.2025 23:00
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13.2.2025 22:59
Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. 13.2.2025 22:23
Kanye og Censori séu við það að skilja Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye, og eiginkona hans Bianca Censori og eru sögð við það að skilja. Parið hefur verið gift frá árinu 2022 og hefur vakið mikla athygli saman, þá sérstaklega fyrir klæðaburð hennar, eða skort á honum. 13.2.2025 21:02