Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýtt hraun á Reykja­nesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun

Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 

Mikil gleði við sam­einingu fimm fjöl­skyldna frá Palestínu

Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 

Þrjú kyn­ferðis­brota­mál tengd leigu­bíl­stjórum á­hyggju­efni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra. 

Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“

Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Greinir í fyrsta sinn opin­ber­lega frá mann­falli

Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins.

„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“

Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. 

Ís­land í fimmta sæti í veð­bönkum

Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru.

Sjá meira