Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum. 24.5.2022 10:24
Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23.5.2022 15:56
Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári. 23.5.2022 15:25
Telja bóluefni veita yngri börnum góða vernd Lyfjarisinn Pfizer fullyrðir að þrír skammtar af bóluefni hans gegn Covid-19 veiti börnum yngri en fimm ára öfluga vernd gegn einkennum veikinnar. Fyrirtækið sækist eftir bandarísk lyfjayfirvöld veiti leyfi fyrir notkun þess fyrir börn. 23.5.2022 14:19
Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23.5.2022 14:00
Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. 23.5.2022 11:40
Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. 23.5.2022 11:20
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23.5.2022 09:47
Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23.5.2022 09:11
Fundu afskorið höfuð þingmanns sem var saknað Lögregla í Nígeríu fann afskorið höfuð þingmanns sem hvarf í Anambra-ríki í síðustu viku. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins en aðstoðarmaður þingmannsins hvarf með honum. 23.5.2022 08:40