Gunnar áfram hafnarstjóri Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á fundi sínum í morgun. Ráðgefandi hæfnisnefnd er sögð hafa mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna. 25.11.2022 15:14
Húsleit í rannsókn á spillingu í kringum Ólympíuleikana Saksóknarar í Tókýó gerðu húsleit hjá stórri auglýsingastofu og viðburðafyrirtæki í tengslum við rannsókn á spillingu sem er talin hafa átt sér stað í kringum Ólypmpíuleikana sem voru haldnir í borginni. Fyrirtækin eru grunuð um að hafa hagrætt útboðum sem tengdust leikunum. 25.11.2022 09:08
Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25.11.2022 08:26
Skýrslan stendur óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslunnar Ríkisendurskoðun segir að skýrsla hennar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka standi óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslu ríkisins og annarra. Tekið hafi verið tillit til atriða sem Bankasýslan gerði athugasemdir við í umsagnarferli skýrslunnar. 24.11.2022 12:00
Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24.11.2022 10:54
Skipta út skönnum í Strætó til að taka við snertilausum greiðslum Byrjað verður að skipta út skönnum í svokölluðu Klapp-greiðslukerfi Strætó í næsta mánuði til að hægt verði að taka við snertilausum greiðslum. Eftir skiptin geta farþegar Strætó greitt með greiðslukortum og símum. 24.11.2022 09:31
Vilja taka skýrslu af varaforseta Trump Bandaríska dómsmálaráðuneytið vill taka vitnaskýrslu af Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, í tengslum við sakamálarannsókn á tilraunum Donalds Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Pence er sagður opinn fyrir því að gefa skýrslu. 24.11.2022 08:33
Rannsókn á hryðjuverkamáli langt komin og styttist í ákærufrest Héraðssaksóknari sækist eftir að tveir menn sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og brot á vopnalögum verði áfram í gæsluvarðhaldi. Rannsókn er langt á veg komin en ákærufrestur í málinu rennur út um miðjan desember. 23.11.2022 15:54
Skotar mega ekki kjósa um sjálfstæði aftur án leyfis Æðsti dómstóll Bretlands bannað skosku heimstjórninni að halda aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands án samþykkis breska þingsins í dag. Skoskir þjóðernissinnar vonuðust til þess að kjósa aftur um sjálfstæði á næsta ári. 23.11.2022 14:50
Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23.11.2022 09:13