Vekja Hringbraut upp frá dauðum með nýjum sjónvarpsþáttum Framleiðsla á sjónvarpsþáttum undir merkjum Hringbrautar hefst aftur um helgina, aðeins rúmum mánuði eftir að útsendingum samnefndrar sjónvarpsstöðvar var hætt við gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins. Þættirnir verða meðal annars aðgengilegir í sjónvarpi Símans. 4.5.2023 14:50
Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári. 4.5.2023 09:19
Handtaka fólk sem hylmdi yfir með fjöldamorðingjanum í Texas Lögreglan í Texas handtók í dag nokkra einstaklinga sem eru grunaðir um hjálpa karlmanni sem skaut fimm nágranna sína til bana á föstudag að komast undir réttvísinni í fjóra sólarhringa. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi þar sem hann faldi sig undir þvotti. 3.5.2023 15:54
Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, og lögðu hald á síma hans í höfuðborginni Brasilíu í morgun. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meintum fölsunum á bólusetningarskírteinum vegna Covid-19. 3.5.2023 14:59
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3.5.2023 14:10
Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3.5.2023 12:18
Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3.5.2023 09:54
Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2.5.2023 14:29
Útskrifaður af gjörgæslu eftir skipsbrunann í Njarðvíkurhöfn Skipverji sem slasaðist þegar Grímsnes GK-555 brann í Njarðvíkurhöfn fyrir viku er útskrifaður af sjúkrahúsi. Rannsókn lögreglu á brunanum mannskæða er sögð miða vel áfram en ekki er talið að upptök eldsins hafi borið að með saknæmum hætti. 2.5.2023 13:47
Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. 2.5.2023 11:55