Sjór gæti flotið upp og grjóti skolað á land í stórstreymi og óveðri Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 14:19 Fyrsta haustlægð ársins skellur á annað kvöld. Sjávarstaða gæti verið óvenjuhá þar sem veðrið hittir á stórstreymi. Vísir/Vilhelm Sjávarstaða gæti orðið óvenjuhá við sunnanvert landið þegar stórstreymt verður um það leyti sem gular stormviðvaranir taka gildi annað kvöld. Hætta er á að sjór fljóti upp á bryggjum og að grjóti skoli upp á vegi eða garða við þessar aðstæður. Gular viðvaranir fyrir landið sunnan- og vestanvert auk miðhálendisins taka gildi frá klukkan 21:00 annað kvöld. Spáð er sauðaustan hvassviðri eða stormi og rigningu. Um hálftíma áður en fyrstu viðvaranirnar taka gildi verður flóð á suðvestanverðu landinu. Það verður stærsta útreiknaða stórstreymisflóð ársins samkvæmt viðvörun sem Landhelgisgæslan gaf út í morgun. Því megi gera ráð fyrir nokkuð þungri öldu og áhlaðanda með suður- og vesturströndinni sem geri sjávarhæð mögulega hærri en útreikningar gefa til kynna. Hvatti Gæslan til aðgæslu við sjávarsíðuna og að eigendur skipa og báta í höfnum huguðu að þeim áður en flóðið og veðrið brestur á. Ölduspá Vegagerðarinnar sem gildi klukkan 21:00 laugardagskvöldið 2. september. Þá er gert ráð fyrir átta til tíu metra ölduhæð suðvestur af landinu.Vegagerðin Gætir helst við á sunnanverðu Reykjanesi Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þegar flóð, mikill vindur og lægð þetta nálægt landi leggist á eitt hafi það áhrif á sjávarhæð. Hún verði hærri fyrir vikið. Þó að versta veðrið verði ekki byrjað á flóði annað kvöld sé lægðin farin að nálgast. Þá geti áhlaðandi orðið þokkalega mikill. „Menn þurfa bara að vera vakandi fyrir því að sjávarstaðan sé kannski í hærri kantinum. Sumar bryggjur hafa farið upp undir dekkið þannig að það getur flotið upp einhvers staðar. Eins líka ef vindur stendur þannig beint upp á land getur það ýtt grjóti upp á garða og vegi sem liggja nálægt sjó,“ segir Óli Þór. Byggð við Faxaflóa og Vestmannaeyjar ætti að vera ágætlega varin í suðaustanáttinni. Áhrifanna af sjávarstöðunni gæti helst gætt á sunnanverðu Reykjanesi, til dæmis Grindavík. Þrátt fyrir að lægðin gangi tiltölulega hratt yfir landið má reikna með leiðinlegu veðri áfram um helgina. Óli Þór segir að ágætlega hvasst verði og þokkalega kröftugar skúrir. „Það verður alveg hressilegt veður alla helgina,“ segir hann. Veður Hafið Grindavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Gular viðvaranir fyrir landið sunnan- og vestanvert auk miðhálendisins taka gildi frá klukkan 21:00 annað kvöld. Spáð er sauðaustan hvassviðri eða stormi og rigningu. Um hálftíma áður en fyrstu viðvaranirnar taka gildi verður flóð á suðvestanverðu landinu. Það verður stærsta útreiknaða stórstreymisflóð ársins samkvæmt viðvörun sem Landhelgisgæslan gaf út í morgun. Því megi gera ráð fyrir nokkuð þungri öldu og áhlaðanda með suður- og vesturströndinni sem geri sjávarhæð mögulega hærri en útreikningar gefa til kynna. Hvatti Gæslan til aðgæslu við sjávarsíðuna og að eigendur skipa og báta í höfnum huguðu að þeim áður en flóðið og veðrið brestur á. Ölduspá Vegagerðarinnar sem gildi klukkan 21:00 laugardagskvöldið 2. september. Þá er gert ráð fyrir átta til tíu metra ölduhæð suðvestur af landinu.Vegagerðin Gætir helst við á sunnanverðu Reykjanesi Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þegar flóð, mikill vindur og lægð þetta nálægt landi leggist á eitt hafi það áhrif á sjávarhæð. Hún verði hærri fyrir vikið. Þó að versta veðrið verði ekki byrjað á flóði annað kvöld sé lægðin farin að nálgast. Þá geti áhlaðandi orðið þokkalega mikill. „Menn þurfa bara að vera vakandi fyrir því að sjávarstaðan sé kannski í hærri kantinum. Sumar bryggjur hafa farið upp undir dekkið þannig að það getur flotið upp einhvers staðar. Eins líka ef vindur stendur þannig beint upp á land getur það ýtt grjóti upp á garða og vegi sem liggja nálægt sjó,“ segir Óli Þór. Byggð við Faxaflóa og Vestmannaeyjar ætti að vera ágætlega varin í suðaustanáttinni. Áhrifanna af sjávarstöðunni gæti helst gætt á sunnanverðu Reykjanesi, til dæmis Grindavík. Þrátt fyrir að lægðin gangi tiltölulega hratt yfir landið má reikna með leiðinlegu veðri áfram um helgina. Óli Þór segir að ágætlega hvasst verði og þokkalega kröftugar skúrir. „Það verður alveg hressilegt veður alla helgina,“ segir hann.
Veður Hafið Grindavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira