Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. 22.5.2023 09:16
Farið fram á nauðungarsölu á heimili borgarfulltrúa Skatturinn hefur óskað eftir nauðungarsölu á heimili Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, í Vesturbæ Reykjavíkur, Kjartan segir að beiðnina megi rekja til skattskuldar sem varð til á meðan hann var utan borgarstjórnar. 19.5.2023 15:23
Farið fram á að skipverjinn á Sighvati verði talinn látinn Sambýliskona manns sem er talinn af eftir að hann féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 í desember hefur höfðað mál um að hann skuli teljast látinn. Skipverjinn fannst aldrei þrátt fyrir nokkurra daga leit. 19.5.2023 14:10
Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað. 19.5.2023 10:44
DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. 19.5.2023 09:00
Ná saman um regluverk um rafmyntir Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. 17.5.2023 15:38
Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag. 17.5.2023 15:19
Sami hópur segist hafa tekið niður vefsíðu Isavia Álagsárás var gerð á vefsíðu Isavia sem lág niður í um tvær klukkustundir í morgun. Rússneskur tölvuþrjótahópur sem stóð að árásum á opinbera vefi í gær lýsti yfir ábyrgð á árásinni á Isavia. 17.5.2023 11:30
Holmes sleppur ekki við fangelsið og þarf að greiða háar bætur Bandarískur áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna blóðprufufyrirtækisins Theranos, um að fá að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum í gær. Holmes og meðstjórnandi hennar þurfa að greiða milljarða króna í miskabætur. 17.5.2023 10:49
Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. 17.5.2023 09:04