

Fréttamaður
Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Tuttugu þúsund töflur sem tollverðir haldlögðu á Keflavíkurflugvelli voru ekki af gerðinni Oxycontin eins og fyrst var talið. Heldur er um að ræða töflu sem innihalda svokallað Nítazene, sem er sagt hættulegt heilsu manna.
Ekkert hefur spurst til Sólrúnar Petru Halldórsdóttur, 24 ára gamallar íslenskrar konu, í tæplega þrjá sólarhringa. Síðast er vitað um ferðir hennar á Torrevieja-svæðinu á Spáni.
Bresk eftirlitstofnun rannsakar nú góðgerðarsamtökin Sentebale í kjölfar ásakanna formanns samtakanna á hendur Harrý Bretaprinsi sem kom að stofnun samtakanna.
Dánarorsök mæðgna sem fundust látnar í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs voru skotsár. Lögreglan í Noregi greindi frá þessu í dag.
Michael Rosenvold, forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Evrópu, er látinn 57 ára að aldri. Rosenvold var danskur, og gekk undir nafninu „kokkurinn“.
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni í búningsklefa.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. Þar tilkynnti hann að tíu prósenta lágmarkstollur yrði lagður á öll ríki. Þar með talið er Ísland.
Engin virkni hefur verið í gossprungunni á Reykjanesskaga síðan síðdegis í gær, þó að kvika flæði enn inn í kvikuganginn sem er sá lengsti frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga 2021. Við verðum í beinni frá Reykjanesskaga í kvöldfréttunum og ræðum við sérfræðing um framhaldið.
Erlendir ferðamenn voru gripnir við þjófnað í matvöruverslun eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu í dag.