Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26.3.2024 13:44
Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Tveir þjófar stálu töskum úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í gær. Þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður og tók afar skamma stund. 26.3.2024 12:05
Hélt að pallurinn væri niðri og „þrumar á brúna og slítur hana niður“ Umferðaróhapp varð við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun. 26.3.2024 09:52
Skallaði mann, sló hann með priki og beit Karlmaður hlaut í síðustu viku þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. 25.3.2024 16:52
Búið að slökkva eldinn í Húsaskóla Búið er að slökkva eld sem kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í dag. Skólinn hefur verið tæmdur og öllum börnum komið í skjól í nálægu íþróttahúsi. 25.3.2024 15:09
Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25.3.2024 14:21
Kvörtun Axels Péturs vísað frá Kvörtun Axels Péturs Axelssonar, sem hefur hug á að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hefur verið vísað frá Persónuvernd. 25.3.2024 14:03
Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. 25.3.2024 12:13
Þriggja ára nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Ómar Örn Reynisson, 27 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem var gestur á heimili hans árið 2020. Ómar Örn hafði áður verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraði, en Landsréttur mildaði dóminn. 22.3.2024 15:43
Illa fengin dekk uppspretta dómsmáls Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Vesturlands vegna dekkja. 22.3.2024 15:13