Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 13:14 Ómerktur lögreglubíll við Krýsuvíkurveg daginn eftir að Sigurður Fannar var handtekinn. Vísir/Bjarni Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en Sigurður mætti ekki fyrir dóminn og gaf því ekki upp afstöðu sína til ákærunnar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að hann sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Líka ákærður fyrir fíkniefnalagabrot Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um var að ræða hálft gramm af hassi, tvö grömm af kannabisblönduðu efni, tæplega 41 gramm af kókaíni, 114 grömm af maríjúana, tólf og hálft gramm af MDMA og tæplega hálft gramm af MDMA-kristöllum, sjö grömm af Alprazolam Krka, tvö stykki af Flunitrazepam Mylan, átta stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og eitt stykki Rivotril. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí síðastliðinn, en hann er talinn hafa ræktað þær um nokkurt skeið áður en lögregla lagði hald á þær. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Eftir að málið kom upp fór á stað fyrirferðamikill orðrómur um að andlát stúlkunnar tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Lögreglan fylgdi eftir ábendingum á þessa leið en þótti ekkert benda til þess að aðrir kæmu að málinu en faðirinn. Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli. Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en Sigurður mætti ekki fyrir dóminn og gaf því ekki upp afstöðu sína til ákærunnar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að hann sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Líka ákærður fyrir fíkniefnalagabrot Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um var að ræða hálft gramm af hassi, tvö grömm af kannabisblönduðu efni, tæplega 41 gramm af kókaíni, 114 grömm af maríjúana, tólf og hálft gramm af MDMA og tæplega hálft gramm af MDMA-kristöllum, sjö grömm af Alprazolam Krka, tvö stykki af Flunitrazepam Mylan, átta stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og eitt stykki Rivotril. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí síðastliðinn, en hann er talinn hafa ræktað þær um nokkurt skeið áður en lögregla lagði hald á þær. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Eftir að málið kom upp fór á stað fyrirferðamikill orðrómur um að andlát stúlkunnar tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Lögreglan fylgdi eftir ábendingum á þessa leið en þótti ekkert benda til þess að aðrir kæmu að málinu en faðirinn. Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli.
Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira