Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2024 13:14 Ómerktur lögreglubíll við Krýsuvíkurveg daginn eftir að Sigurður Fannar var handtekinn. Vísir/Bjarni Ákveðið verður 17. janúar næstkomandi hvort þinghald í Krýsuvíkurmálinu svokallaða verði opið eða lokað. Í málinu er sætir Sigurður Fannar Þórsson, maður á fimmtugsaldri ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum. Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en Sigurður mætti ekki fyrir dóminn og gaf því ekki upp afstöðu sína til ákærunnar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að hann sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Líka ákærður fyrir fíkniefnalagabrot Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um var að ræða hálft gramm af hassi, tvö grömm af kannabisblönduðu efni, tæplega 41 gramm af kókaíni, 114 grömm af maríjúana, tólf og hálft gramm af MDMA og tæplega hálft gramm af MDMA-kristöllum, sjö grömm af Alprazolam Krka, tvö stykki af Flunitrazepam Mylan, átta stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og eitt stykki Rivotril. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí síðastliðinn, en hann er talinn hafa ræktað þær um nokkurt skeið áður en lögregla lagði hald á þær. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Eftir að málið kom upp fór á stað fyrirferðamikill orðrómur um að andlát stúlkunnar tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Lögreglan fylgdi eftir ábendingum á þessa leið en þótti ekkert benda til þess að aðrir kæmu að málinu en faðirinn. Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli. Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag, en Sigurður mætti ekki fyrir dóminn og gaf því ekki upp afstöðu sína til ákærunnar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að hann sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Líka ákærður fyrir fíkniefnalagabrot Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um var að ræða hálft gramm af hassi, tvö grömm af kannabisblönduðu efni, tæplega 41 gramm af kókaíni, 114 grömm af maríjúana, tólf og hálft gramm af MDMA og tæplega hálft gramm af MDMA-kristöllum, sjö grömm af Alprazolam Krka, tvö stykki af Flunitrazepam Mylan, átta stykki af Gabapenstad, 24 stykki af MDMA og eitt stykki Rivotril. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí síðastliðinn, en hann er talinn hafa ræktað þær um nokkurt skeið áður en lögregla lagði hald á þær. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Eftir að málið kom upp fór á stað fyrirferðamikill orðrómur um að andlát stúlkunnar tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Lögreglan fylgdi eftir ábendingum á þessa leið en þótti ekkert benda til þess að aðrir kæmu að málinu en faðirinn. Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli.
Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira