Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Mikið eldingaveður hefur verið á Norðurlandi vestra í morgun. Miklar þrumur og eldingar hófust skömmu fyrir klukkan átta í morgun við Húsafell. Þær hafa síðan breiðst út til Sælingsdals, Hrútafjarðar, hluta Strandasýslu og að Önundarfirði. 16.7.2025 11:52
Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Til skoðunar er hvort eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst í nótt hafi áhrif á Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún kemur til landsins í kvöld. 16.7.2025 10:19
Önnur sprunga opnast Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum. 16.7.2025 01:22
Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Rafmagnsgítar sem var í eigu Mick Taylor, fyrrverandi gítarleikara Rolling Stones, en var stolið fyrir rúmlega fimmtíu árum er kominn í leitirnar. Gítarinn er af gerðinni Gibson Les Paul Standard, og er frá árinu 1959. Áður hafði Keith Richards, hinn gítarleikari rokksveitarinnar heimsfrægu átt hann. 15.7.2025 16:37
Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Jepplingur tók fram úr öðrum bíl við Holtavörðuheiði um hádegisleytið í gær þar sem er óbrotin lína á veginum. Litlu munaði á að jepplingurinn endaði á bíl sem ók úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bílarnir lentu saman tókst ökumanni jepplingsins að koma ökutæki sínu aftur á réttan vegarhelming. 15.7.2025 15:00
Hleypti líklega óvart úr Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur. 15.7.2025 14:03
Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Maður á fertugsaldri sem var stunginn við Mjóddina síðastliðið föstudagskvöld er kominn úr lífshættu og horfir líðan hans til betri vegar, en ástand hans er enn alvarlegt. 15.7.2025 13:59
Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu. 14.7.2025 14:59
Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14.7.2025 13:48
Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. 14.7.2025 11:43