„Þau skilja ekki upp eða niður í þessu“ Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. vill meina að engin innan Matvælastofnunar viti neitt um sjósókn. Hann segir ákvörðun stofnunarinnar um að stöðva veiðar í Hval 8 byggja á villandi myndbandi. 19.9.2023 21:25
Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. 19.9.2023 21:05
„Eðlilega fer þetta ekkert vel í fólk“ Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir stöðuna á Seyðisfirði að miklu leiti svipaða og í gær varðandi hættu á aurskriðum vegna mikillar úrkomu. Húsin sem voru rýmd í gær verði það áfram í dag. 19.9.2023 18:03
Ariana Grande sækir um skilnað Tónlistarkonan heimsfræga Ariana Grande hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Dalton Gomez. Þau hafa verið gift í tvö ár. 18.9.2023 23:55
„Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur“ Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá almannavörnum, telur óhætt að segja að það sé óvenjulegt að það þurfi að rýma hús vegna náttúruvár á Íslandi um miðjan september. Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár. 18.9.2023 23:23
Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18.9.2023 23:18
Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. 18.9.2023 21:46
Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18.9.2023 21:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á fjórða tug húsa á Seyðisfirði hafa verið rýmd vegna úrkomuspár og hættustig almannavarna hefur tekið gildi. Við verðum í beinni frá björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við fulltrúa almannavarna. 18.9.2023 18:09
Minni háttar slys olli mikilli umferð Slys var í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag sem olli miklum töfum á umferð. 18.9.2023 17:59