Tveir látnir eftir skotárás í Brussel Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 19:36 Stuðningsmaður Svíþjóðar á vellinum í Brussel sést hér gráti nær talandi í símann. Áhorfendur voru beiðnir um að halda kyrru á vellinum. Getty Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað. Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06. Belgía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06.
Belgía Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira