Bláa lónið opnar á morgun Bláa lónið opnar aftur á morgun. Opnunin mun ná til allra rekstrareininga lónsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins. 15.2.2024 18:29
Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15.2.2024 17:54
Rannsóknir lögreglu megi ekki dragast á langinn Þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Þar er lagt til að rannsókn lögreglu á sakamálum megi ekki standa yfir í meira en ár. 15.2.2024 08:01
Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14.2.2024 23:00
Ræða kaup á húsum Grindvíkinga á morgun Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30. 14.2.2024 21:10
Einar Oddur og Unnsteinn til Lögmáls Lögmennirnir Einar Oddur Sigurðsson og Unnsteinn Örn Elvarsson hafa bæst í hóp eigenda lögmannsstofunnar Lögmáls. Þetta kemur fram í tilkynningu. 14.2.2024 20:21
Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. 14.2.2024 17:52
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13.2.2024 15:40
Óskiljanlegt að sakborningarnir segi samræður sínar grín Saksóknari í hryðjuverkamálinu svokallaða gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar sakborninga um að fremja voðaverk hafi verið grín. Hann fer fram á fimmtán til átján mánaða refsingu fyrir vopnalagabrot en leggur í hendur dómsins að meta refsingu fyrir skipulagningu hryðjuverka enda engin fordæmi í slíkum málum hér á landi. 13.2.2024 12:15
Telur að lögregla hafi átt við sönnunargögn Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, telur að lögregla hafi átt við sönnunargögn í málinu, nánar tiltekið við byssu. 13.2.2024 07:01