Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem hefur fengið nafnið Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt. Í tilkynningu segir að markmið hans sé að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar. 29.9.2024 10:38
Staða karlmennskunnar, kosningavetur og átök í Mið-Austurlöndum Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 29.9.2024 10:04
Segir Harris veika á geði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segir að Kamala Harris varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sé veik á geði. Þetta sagði hann þegar hann var að ræða innflytjendamál á framboðsfundi í Wisconsin. 29.9.2024 00:07
Ótrúlegt myndband af gæsaflokki á flugi Fransisco Snær Hugason náði myndbandi af tilkomumiklu sjónarspili þegar stór hópur grágæsa flaug yfir Hrafnagil í kvöld. Hann segist aldrei hafa séð svona áður. 28.9.2024 21:06
Lítið jökulhlaup hafið í Skálm Lítið jökulhlaup er hafið í Skálm. Rafleiðni mælist um 263 µS/cm. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið sé mikið minna en hlaupið sem olli skemmdum á Þjóðveginum í sumar. 28.9.2024 20:19
Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28.9.2024 19:52
Minnst 66 látnir eftir flóð í Nepal Minnst 66 eru látnir í Nepal eftir flóð og skriðuföll vegna gífurlegrar úrkomu sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. Búist er við að áfram haldi að rigna um helgina. Ekki er vitað um afdrif 69 manna. 28.9.2024 18:50
Verslaði fyrir háar upphæðir með stolnu kreditkorti Tilkynnt var um þjófnað á kreditkorti sem hafði svo verið notað í miðbænum til að versla fyrir háar upphæðir. Lögregla fór á staðinn til að afla upplýsinga og málið er í rannsókn. 28.9.2024 17:40
Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 29.8.2024 11:09
Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. 28.8.2024 23:59