Fellibylurinn í Japan: Undarlegt að upplifa Tókýó nær mannslausa á meðan óveðrið gekk yfir Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. 14.10.2019 19:00
Var ekki kominn út fyrir vængendann þegar vélin var orðin alelda Litlu munaði að flugmaður lítillar flugvélar, sem brotlenti á Skálafellsöxl í september, hefði ekki komist frá flakinu sem varð alelda á örfáum sekúndum. Hann segir ótrúlegt í raun hvað hann slasaðist lítið og kraftaverk að hann sé enn á lífi. 13.10.2019 18:30
Búnaður gerir bílum kleift að hringja og kalla eftir neyðaraðstoð Búnaður sem gerir bílum kleift að hringja og kalla eftir neyðaraðstoð hefur sannað sig hér á landi. 12.10.2019 23:00
Hættuástandi í Norðlingaholti aflýst eftir skoðun sprengjudeildar Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út um miðjan dag vegna tilkynningar um torkennilegan hlut sem fannst á víðavangi í Norðlingaholti. 12.10.2019 16:34
Ráðherrar vilja grænni spor í byggingariðnaði Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. 11.10.2019 21:00
Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. 11.10.2019 20:00
Slökkvilið og bæjarstarfsmenn lögðu fráveitukerfinu á Siglufirði lið í miklu vatnsveðri Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. 11.10.2019 06:09
Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10.10.2019 18:45
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9.10.2019 20:15
Telja heilatengda sjónskerðingu vangreinda hér á landi Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu. 9.10.2019 18:45