Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. 20.6.2024 08:32
Jódís segir þingið þjakað af kvenfyrirlitningu Jódís Skúladóttir Vinstri grænum vill meina að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hafi mátt sæta kvenfyrirlitningu, ítrekað hafi verið talað niður til hennar og sagt að Bjarni Benediktsson réði öllu. Þær raddir hafi nú þagnað. 19.6.2024 13:29
Hakkaður illa á Facebook og fær engin svör Gunnlaugur B Ólafsson, lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari, fékk heldur betur að reyna hversu mikilvægur þáttur hversdagsins Facebook er. Hann var hakkaður og það illa. 19.6.2024 12:18
Jose Luis Garcia er allur Veitingamaðurinn Jose Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hann hafi starfað áratugum saman að veitingarekstri í Reykjavík. 19.6.2024 10:55
Fjármálaráðherra hafi slátrað eigin samgönguáætlun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn spurði Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra hvernig það mætti vera að samgönguáætlun hafi verið slátrað en þar eru allar samgönguáætlanir landsins undir. Sigurður Ingi sagði Þorbjörgu Sigríði nota gildishlaðin lýsingarorð og túlka orð sín frjálslega. 18.6.2024 15:40
Löggan keyrði mann í stéttina og skutlaði hrákapoka um höfuð hans Fimm lögreglumenn tóku karlmann höndum við hátíðarhöld í miðbæ Reykjavíkur í gær og notuðu svokallaðan hrákapoka við aðgerðirnar. Íslenskum karlmanni blöskrar aðgerðir lögreglu og birtir myndbönd máli sínu til stuðnings. 18.6.2024 11:08
Ofurkarlmennska geti reynst ávísun á hómófóbíu og kvenfyrirlitningu Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Nordref Foundation, veltir því upp í pistli hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis? 14.6.2024 14:35
Einstakur Fender Telecaster í Hljóðfærahúsinu Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins, hafði frétt af handsmíðuðum Fender Telecaster sem þakinn er íslenskum frímerkjum og var fljótur að festa sér gripinn. 14.6.2024 14:11
Vill losna við lífverði Bjarna úr þinghúsinu Andrés Ingi Jónsson gerði, í umræðu um atkvæðagreiðslu í útlendingamálinu, athugasemd við að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, væri með lífverði í þinghúsinu. 14.6.2024 11:43
Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14.6.2024 10:49