Fréttamaður

Jakob Bjarnar

Jakob Bjarnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Berg­sveinn telur rektor hafa brugðist fræða­sam­fé­laginu

Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu sem snýr að máli hans er varða ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra; að hann hafi fengið eitt og annað að láni við ritun Eyjunnar hans Ingólfs úr bók Bergsveins Leitinni að svarta víkingnum. Málið allt er nú strand.

Fráfarandi siðanefnd HÍ telur rektor hafa gert afdrifarík mistök

Henry Alexander Henrysson, Sólveig Anna Bóasdóttir og Skúli Skúlason sem skipuðu siðanefnd Háskóla Íslands þá sem sagði af sér nýverið gagnrýna Jón Atla Benediktsson rektor harðlega vegna afskipta hans og ákvarðana sem þau þrjú telja í hæsta máta vafasamar.

Sak­sóknari segir við­kvæma blaða­menn eiga heima í blóma­skreytingum

Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar.

Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt.

Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari

Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála.

„Salómons­dómur“ borgarinnar er að stækka einka­lóðir í Vestur­bæ

Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar.

Blaða­menn segja greinar­gerðina ein­kennast af dylgjum og get­gátum

Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis.

Sjá meira