N4 slaufar kosningaumfjöllun eftir að Kattaframboð neitar að borga fyrir þátttöku Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2022 17:14 Snorri Ásmundsson telur það algert siðleysi og skrumskælingu á lýðræðinu að rukka frambjóðendur fyrir að koma í umræðuþátt um kosningarnar. vísir/vilhelm/skjáskot Til stóð að akureyrska sjónvarpsstöðin N4 yrði með sérstakan kosningaþátt eða þætti en babb kom í bátinn þegar Snorri Ásmundsson og Kattaframboðið gerðu athugasemd við að borga þyrfti fyrir þátttöku. Nú hefur alfarið verið fallið frá þeim fyrirætlunum stöðvarinnar að vera með kosningaumfjöllunina. Til stóð að framboðin kæmu í sjónvarpsal og sætu fyrir svörum í pallborði. En þegar í ljós kom að fjölmiðillinn ætlaði sér að rukka hvert og eitt framboð um 150 þúsund krónur fyrir að fá að vera með varð ýmsum frambjóðendum ekki um sel. Þessi upphæð var lækkuð í hundrað þúsund krónur eftir að Snorri Ásmundsson og þau í Kattaframboðið gerðu athugasemd við þessa fyrirætlun fjölmiðilsins. Hverrar krónu virði „Mér blöskraði og hafði samband við hana,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann er þar að vísa til framkvæmdastjórans Maríu Bjarkar Ingvadóttur. Snorri tjáði henni í netspjalli að sér þætti þetta siðlaust og fyrir neðan allar hellur. Fyrstu viðbrögð voru þau að benda þeim í Kattaframboðinu á að hundrað þúsund krónur væru nú ekki miklir peningar. Allt kosti nú í heimi hér og að N4 njóti ekki styrkja. Og miðað við að enn hafi þrjátíu prósenta bæjarbúa ekki gert upp hug sinn þá hljóti Kattaframboðið að meta þetta sem hverrar krónu virði, að ná til óákveðinna kjósenda. Þetta hljóti að teljast sanngjarnt. „Það er galin tækifærismennska að misnota lýðræðið á þennan hátt ykkur í hagnaðarskyni,“ sagði Snorri í fyrirspurn til N4 og bætti því við að þessu yrði ekki tekið þegjandi og hljóðalaust. Önnur framboð beðið um umfjöllun Svörin sem Snorri fékk frá N4 voru á þá leið að þetta væri ekki gert í hagnaðarskyni … „eða þaðan af síður í tækifærismennsku heldur stendur það framboðum til boða. N4 er ekki rekin á styrkjum hvorki frá ríki eða bæ og vinna við þáttinn kostar sitt.“ Frekari svör bárust svo en þá var Snorra tjáð að við nánari eftirgrennslan hjá Fjölmiðlanefnd hafi komið á daginn að þetta væri á gráu svæði, slíkur þáttur ef hann er styrktur af framboðunum. Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri var til umfjöllunar í landsbyggðakálfi Fréttablaðsins 10. maí 2019 og þá kom fram að mikill uppgangur væri á stöðinni, 350 þættir af íslensku efni frumsýndir á síðasta ári, 200 klukkustundir og N4 væri eina sjónvarpsstöð landsins utan höfuðborgarsvæðisins.skjáskot „Og þar sem N4 vill ekki gambla með lögin eða orðspor sitt, þá höfum við ákveðið að sleppa allri umfjöllun um kosningar. En svo því sé til haga haldið þá hafa okkur borist fyrirspurnir frá framboðum á Akureyri og beiðnir um umfjallanir enda lítið farið fyrir því á ríkisstyrktum miðlum. Lítil einkarekin sjónvarpsstöð rekin án allra styrkja í dag hefur ekki bolmagn til að framleiða þætti án þess að hafa til þess fjármagn,“ sagði í svari N4 til Snorra og félaga. Telur þetta form fjölmiðlunar siðlaust Snorri segir að önnur framboð á Akureyri hugsi sér nú þegjandi þörfina fyrir að hafa komið í veg fyrir þáttinn með þessum hætti. En hann segir að svo verði þá bara að vera. Og segi þá sögu að Kattaframboðið þoli enga spillingu og láti til sín taka. Snorri segist ekki óttast það hætishót að vera nú líklegast kominn í ónáð hjá stærsta fjölmiðli bæjarfélagsins? „Nei,“ segir Snorri með áherslu. „Mér hefur alltaf fundist þetta nett spilltur fjölmiðill sem fjallar ekki um neitt nema borgað sé fyrir það. Þetta er ekki í lagi, fáránleg vinnubrögð og út úr öllu korti. Fólk er að kaupa sér auglýsingu í formi umfjöllunar og þannig er verið að blekkja fólk. Þetta hefur fjölmiðillinn stundað í fjölmörg ár, þetta er óeðlilegt og afbökun á lýðræðinu,“ segir oddviti Kattaframboðsins. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Til stóð að framboðin kæmu í sjónvarpsal og sætu fyrir svörum í pallborði. En þegar í ljós kom að fjölmiðillinn ætlaði sér að rukka hvert og eitt framboð um 150 þúsund krónur fyrir að fá að vera með varð ýmsum frambjóðendum ekki um sel. Þessi upphæð var lækkuð í hundrað þúsund krónur eftir að Snorri Ásmundsson og þau í Kattaframboðið gerðu athugasemd við þessa fyrirætlun fjölmiðilsins. Hverrar krónu virði „Mér blöskraði og hafði samband við hana,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann er þar að vísa til framkvæmdastjórans Maríu Bjarkar Ingvadóttur. Snorri tjáði henni í netspjalli að sér þætti þetta siðlaust og fyrir neðan allar hellur. Fyrstu viðbrögð voru þau að benda þeim í Kattaframboðinu á að hundrað þúsund krónur væru nú ekki miklir peningar. Allt kosti nú í heimi hér og að N4 njóti ekki styrkja. Og miðað við að enn hafi þrjátíu prósenta bæjarbúa ekki gert upp hug sinn þá hljóti Kattaframboðið að meta þetta sem hverrar krónu virði, að ná til óákveðinna kjósenda. Þetta hljóti að teljast sanngjarnt. „Það er galin tækifærismennska að misnota lýðræðið á þennan hátt ykkur í hagnaðarskyni,“ sagði Snorri í fyrirspurn til N4 og bætti því við að þessu yrði ekki tekið þegjandi og hljóðalaust. Önnur framboð beðið um umfjöllun Svörin sem Snorri fékk frá N4 voru á þá leið að þetta væri ekki gert í hagnaðarskyni … „eða þaðan af síður í tækifærismennsku heldur stendur það framboðum til boða. N4 er ekki rekin á styrkjum hvorki frá ríki eða bæ og vinna við þáttinn kostar sitt.“ Frekari svör bárust svo en þá var Snorra tjáð að við nánari eftirgrennslan hjá Fjölmiðlanefnd hafi komið á daginn að þetta væri á gráu svæði, slíkur þáttur ef hann er styrktur af framboðunum. Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri var til umfjöllunar í landsbyggðakálfi Fréttablaðsins 10. maí 2019 og þá kom fram að mikill uppgangur væri á stöðinni, 350 þættir af íslensku efni frumsýndir á síðasta ári, 200 klukkustundir og N4 væri eina sjónvarpsstöð landsins utan höfuðborgarsvæðisins.skjáskot „Og þar sem N4 vill ekki gambla með lögin eða orðspor sitt, þá höfum við ákveðið að sleppa allri umfjöllun um kosningar. En svo því sé til haga haldið þá hafa okkur borist fyrirspurnir frá framboðum á Akureyri og beiðnir um umfjallanir enda lítið farið fyrir því á ríkisstyrktum miðlum. Lítil einkarekin sjónvarpsstöð rekin án allra styrkja í dag hefur ekki bolmagn til að framleiða þætti án þess að hafa til þess fjármagn,“ sagði í svari N4 til Snorra og félaga. Telur þetta form fjölmiðlunar siðlaust Snorri segir að önnur framboð á Akureyri hugsi sér nú þegjandi þörfina fyrir að hafa komið í veg fyrir þáttinn með þessum hætti. En hann segir að svo verði þá bara að vera. Og segi þá sögu að Kattaframboðið þoli enga spillingu og láti til sín taka. Snorri segist ekki óttast það hætishót að vera nú líklegast kominn í ónáð hjá stærsta fjölmiðli bæjarfélagsins? „Nei,“ segir Snorri með áherslu. „Mér hefur alltaf fundist þetta nett spilltur fjölmiðill sem fjallar ekki um neitt nema borgað sé fyrir það. Þetta er ekki í lagi, fáránleg vinnubrögð og út úr öllu korti. Fólk er að kaupa sér auglýsingu í formi umfjöllunar og þannig er verið að blekkja fólk. Þetta hefur fjölmiðillinn stundað í fjölmörg ár, þetta er óeðlilegt og afbökun á lýðræðinu,“ segir oddviti Kattaframboðsins.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira