„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 12:02 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er keikur þó tap blasi við flokknum að loknum sveitarstjórnarkosningum. Hann vill meina að tapið sé miklu minna en umræðan gefur til kynna. Vísir/Vilhelm Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira að segja í Garðabæ, höfuðvígi flokksins, en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti ekki brotinn í Silfur Ríkisútvarpsins, nema síður sé. Sjálfstæðisflokkurinn með 110 bæjarfulltrúa á landsvísu Bjarni var hinn brattasti. Sagði jú vissulega að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum eins og raun varð, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Bjarni sagði að ef litið sé til landsins í heild sinni og „þessi framboð“ ólíkra flokka undir einhverjum listabókstöfum eru sett til hliðar þá sé staðreynd málsins sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa sex fulltrúm á landsvísu. „Og er með 110 bæjarfulltrúa sem er 40 prósentum meira en Framsókn, það sé fjórum sinnum meira en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu,“ sagði Bjarni sem vildi meina að tapið væri fráleitt eins mikið og umræðan beri með sér. Foringjar ríkisstjórnarinnar auk Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, voru mættir til Egils Helgasonar hjá Ríkissjónvarpinu til að fara yfir stöðuna að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Fjórflokkurinn í öllu sínu veldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, við það tækifæri. Allt samkvæmt áætlun hjá Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins reyndi ekki að leyna ánægju sinni enda erfitt annað. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 22 fulltrúum frá síðustu kosningum. Sigurður Ingi sagðist sammála, að um væri að ræða stórkostlegan árangur síns flokks á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. En þetta væri ekkert endilega óvænt. Hann upplýsti að það hafi verið verkefni Framsóknarmanna í langan tíma að styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu án þess að það „komi niður á landsbyggðinni“. Vinstri græn riðu ekki feitum hesti frá þessum kosningum en Katrín benti á að Vinstri græn væru víða í hópi blandaðra framboða um landið og þau séu sátt við sinn árangur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira,“ sagði Katrín en vildi minna á að síðustu sveitarstjórnarkosningar hefðu reynst Vinstri grænum afar erfiðar og í því samhengi væri þetta ekki svo slæmt. Þannig fundu allir foringjar stjórnmálaflokkanna jákvæðar hliðar á niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga fyrir sig og sína, eins og venju ber til. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira að segja í Garðabæ, höfuðvígi flokksins, en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti ekki brotinn í Silfur Ríkisútvarpsins, nema síður sé. Sjálfstæðisflokkurinn með 110 bæjarfulltrúa á landsvísu Bjarni var hinn brattasti. Sagði jú vissulega að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum eins og raun varð, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Bjarni sagði að ef litið sé til landsins í heild sinni og „þessi framboð“ ólíkra flokka undir einhverjum listabókstöfum eru sett til hliðar þá sé staðreynd málsins sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa sex fulltrúm á landsvísu. „Og er með 110 bæjarfulltrúa sem er 40 prósentum meira en Framsókn, það sé fjórum sinnum meira en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu,“ sagði Bjarni sem vildi meina að tapið væri fráleitt eins mikið og umræðan beri með sér. Foringjar ríkisstjórnarinnar auk Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, voru mættir til Egils Helgasonar hjá Ríkissjónvarpinu til að fara yfir stöðuna að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Fjórflokkurinn í öllu sínu veldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, við það tækifæri. Allt samkvæmt áætlun hjá Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins reyndi ekki að leyna ánægju sinni enda erfitt annað. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 22 fulltrúum frá síðustu kosningum. Sigurður Ingi sagðist sammála, að um væri að ræða stórkostlegan árangur síns flokks á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. En þetta væri ekkert endilega óvænt. Hann upplýsti að það hafi verið verkefni Framsóknarmanna í langan tíma að styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu án þess að það „komi niður á landsbyggðinni“. Vinstri græn riðu ekki feitum hesti frá þessum kosningum en Katrín benti á að Vinstri græn væru víða í hópi blandaðra framboða um landið og þau séu sátt við sinn árangur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira,“ sagði Katrín en vildi minna á að síðustu sveitarstjórnarkosningar hefðu reynst Vinstri grænum afar erfiðar og í því samhengi væri þetta ekki svo slæmt. Þannig fundu allir foringjar stjórnmálaflokkanna jákvæðar hliðar á niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga fyrir sig og sína, eins og venju ber til.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira