Íþróttafréttamaður

Ingvi Þór Sæmundsson

Ingvi Þór er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn.

„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“

Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung.

„Mikill léttir eftir erfiða daga“

Gunnari Magnússon, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, var létt eftir sigurinn á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar svöruðu þarna fyrir tapið neyðarlega fyrir Tékkum, 22-17, á miðvikudaginn.

Shawn Kemp sleppt úr fangelsi

Shawn Kemp, sem var ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar á sínum tíma, hefur verið sleppt úr fangelsi og allar ákærur á hendur honum felldar niður.

Gamli skólinn rak Ewing

Gamla New York Knicks hetjan Patrick Ewing hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Georgetown háskólans.

Segir Messi ekkert hafa gert fyrir PSG

Lionel Messi hefur ekki gert neitt fyrir Paris Saint-Germain og leggur sig ekki nóg fram fyrir félagið. Þetta segir Jérome Rothen, fyrrverandi leikmaður PSG.

„Aron er enginn leiðtogi“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vantar sárlega leiðtoga. Þetta var meðal þess sem var rætt í Handkastinu í gær.

Sjá meira