Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Glódís Perla Viggósdóttir lyfti í gær öðrum bikarnum á ellefu dögum. Hennar nánustu mættu til að sjá hana taka á móti þýska meistaraskildinum. 12.5.2025 15:01
Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Þrátt fyrir að Stjarnan hafi unnið Fram um helgina veit Albert Brynjar Ingason enn ekki hvar hann hefur liðið og Jökul Elísabetarson, þjálfara þess. 12.5.2025 13:32
Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Víkingur sigraði FH, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Óhætt er að segja að Víkingar hafi haft gott tak á FH-ingum síðustu árin. 12.5.2025 12:45
Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. 12.5.2025 11:01
Indiana tók Cleveland í bakaríið Eftir að hafa unnið Cleveland Cavaliers, 129-109, þarf Indiana Pacers aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Í Vesturdeildinni sigraði Oklahoma City Thunder Denver Nuggets, 87-92, í miklum slag. 12.5.2025 10:30
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 12.5.2025 10:07
Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. 12.5.2025 09:31
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. 12.5.2025 09:00
Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Kristinn Gunnar Kristinsson hrósaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina. Áhorfendur fögnuðu honum vel og innilega þegar hann kom í mark eftir 43. hring sinn. 12.5.2025 08:32
Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12.5.2025 07:32